Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar 18. desember 2024 08:30 Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Við lifum óvenjulega tíma í þessum efnum og ástæða er til að íhuga hvernig best skuli brugðist við stöðunni. Raforkuöryggi almennings þarf að tryggja betur Þegar raforkumarkaður var gefinn frjáls árið 2003 var orkuöryggishlutverk Landsvirkjunar afnumið. Fyrirtækinu bar ekki lengur skylda til að tryggja almenningi orku. Þetta var í takti við þróun erlendis og ekki óeðlilegt. Lagasetning sem á að tryggja nægt framboð raforku til almennings og smærri fyrirtækja með almennari hætti hefur þó setið á hakanum hérlendis, öfugt við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Umræða um orkuöryggi hefur þó skotið upp kollinum af og til. Árið 2022 vann starfshópur tillögur fyrir ráðherra um framboðsskyldu á alla orkuframleiðendur. Það þýðir að raforkuframleiðendur yrðu skyldugir til að bjóða orku inn á almennan markað í réttu hlutfalli við heildarframleiðslu sína. Tökum dæmi: Framleiðandi sem framleiðir samtals 1% af allri orku í landinu yrði að tryggja 1% af raforkuþörf almennra raforkunotenda. Þessi einfalda aðferð myndi tryggja orkuöryggi almennings til framtíðar. Það er miður að þessi framboðsskylda hafi enn ekki náð fram að ganga. Án framboðsskyldu má til dæmis stofna nýtt fyrirtæki í vindorkuframleiðslu sem eingöngu selur orku til stórnotenda. Landsvirkjun uppfyllir ekki slíka framboðsskyldu til almennings í dag, þótt hún sé á góðri leið með það, en HS Orka gerir það ríkulega og Orka Náttúrunnar einnig. Raforkumarkaðir að þróast Þar sem frjálsir raforkumarkaðir eru til staðar leika þeir víða stórt hlutverk í að tryggja raforkuöryggi. Í lögum um Landsnet er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hefur heimild til stofnunar raforkumarkaðar, enda sé skipulagður markaður forsenda heilbrigðra viðskipta. Hér hefur verið brotalöm á framkvæmd. Stofna átti raforkumarkaðinn ISBAS árið 2008 en því var frestað þar sem ekki þótti skynsamlegt að stofna raforkukauphöll í miðju efnahagshruni. Á eftirhrunsárunum var gerð tilraun og þá stóð til að Landsvirkjun yrði viðskiptavaki sem bæði keypti og seldi orku á markaði. Það gekk ekki eftir. Á árinu 2024 hefur orðið mikil breyting á þessu. Í stað þess að enginn markaður sé til staðar hafa tvö félög sem reka raforkumarkað hafið starfsemi, Vonarskarð og ELMA, dótturfyrirtæki Landsnets. Markaður hefur verið virkur og hafa flestir raforkuframleiðendur tekið þátt í honum bæði sem kaupendur og seljendur. Að undanförnu hefur Landsvirkjun einnig verið að kaupa orku. Við kaupin er hægt að minnka framleiðslu á móti og geyma vatnsforðann lengur í miðlunarlónum. Markaðurinn stuðlar þannig að því að miðlunargeta Landsvirkjunar nýtist betur. Stórnotendur hluti af lausninni Ítrekað hefur verið gefið í skyn í umræðu um raforkumál að heildsölufyrirtæki raforku kaupi orku af markaði og selji áfram til stórnotenda. Það sé freistandi því þeir borgi betur en almenningur. Orka „leki” þannig á milli „markaða”. Því er haldið fram að vegna þessa freistnivanda sé Landsvirkjun í vandræðum þar sem kaupendum, sem kaupa orkuna af Landsvirkjun, sé ekki treystandi. Einmitt hið gagnstæða er reynsla okkar hjá HS Orku. HS Orka hefur átt í góðu samstarfi við stórnotendur og samið um minnkaða sölu eða endurkaup þegar þörf er á því. Stórnotendur eru ekki vandinn í þessu samhengi heldur hluti af lausninni. Það er þó mikilvægt, þegar kreppir að og raforkuöryggi almennings er ógnað, að hlutlaus aðili eins og Landsnet eða Orkustofnun gegni nýju lögboðnu hlutverki um að stýra endurkaupum frá stórnotendum til almennings. Þetta hlutverk má ekki vera á forsendum orkufyrirtækja. Lausnin liggur á borðinu Í dag vofir orkuskortur yfir landinu sem bitnað getur á almenningi, heimilum og smáum fyrirtækjum. Mögulega hefur skortur á formlegum raforkuvettvangi komið okkur í þær ógöngur sem við erum í dag því opinbert markaðsverð hefur vantað sem hvati til að byggja nýjar virkjanir. Til skamms tíma er framboðsskylda ein tillaga að lausn og hún liggur á borði stjórnvalda. Höfundur er sérfræðingur í orkuviðskiptum hjá HS Orku og var fulltrúi í starfshópi um raforkuöryggi á heildsölumarkaði. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Við lifum óvenjulega tíma í þessum efnum og ástæða er til að íhuga hvernig best skuli brugðist við stöðunni. Raforkuöryggi almennings þarf að tryggja betur Þegar raforkumarkaður var gefinn frjáls árið 2003 var orkuöryggishlutverk Landsvirkjunar afnumið. Fyrirtækinu bar ekki lengur skylda til að tryggja almenningi orku. Þetta var í takti við þróun erlendis og ekki óeðlilegt. Lagasetning sem á að tryggja nægt framboð raforku til almennings og smærri fyrirtækja með almennari hætti hefur þó setið á hakanum hérlendis, öfugt við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Umræða um orkuöryggi hefur þó skotið upp kollinum af og til. Árið 2022 vann starfshópur tillögur fyrir ráðherra um framboðsskyldu á alla orkuframleiðendur. Það þýðir að raforkuframleiðendur yrðu skyldugir til að bjóða orku inn á almennan markað í réttu hlutfalli við heildarframleiðslu sína. Tökum dæmi: Framleiðandi sem framleiðir samtals 1% af allri orku í landinu yrði að tryggja 1% af raforkuþörf almennra raforkunotenda. Þessi einfalda aðferð myndi tryggja orkuöryggi almennings til framtíðar. Það er miður að þessi framboðsskylda hafi enn ekki náð fram að ganga. Án framboðsskyldu má til dæmis stofna nýtt fyrirtæki í vindorkuframleiðslu sem eingöngu selur orku til stórnotenda. Landsvirkjun uppfyllir ekki slíka framboðsskyldu til almennings í dag, þótt hún sé á góðri leið með það, en HS Orka gerir það ríkulega og Orka Náttúrunnar einnig. Raforkumarkaðir að þróast Þar sem frjálsir raforkumarkaðir eru til staðar leika þeir víða stórt hlutverk í að tryggja raforkuöryggi. Í lögum um Landsnet er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hefur heimild til stofnunar raforkumarkaðar, enda sé skipulagður markaður forsenda heilbrigðra viðskipta. Hér hefur verið brotalöm á framkvæmd. Stofna átti raforkumarkaðinn ISBAS árið 2008 en því var frestað þar sem ekki þótti skynsamlegt að stofna raforkukauphöll í miðju efnahagshruni. Á eftirhrunsárunum var gerð tilraun og þá stóð til að Landsvirkjun yrði viðskiptavaki sem bæði keypti og seldi orku á markaði. Það gekk ekki eftir. Á árinu 2024 hefur orðið mikil breyting á þessu. Í stað þess að enginn markaður sé til staðar hafa tvö félög sem reka raforkumarkað hafið starfsemi, Vonarskarð og ELMA, dótturfyrirtæki Landsnets. Markaður hefur verið virkur og hafa flestir raforkuframleiðendur tekið þátt í honum bæði sem kaupendur og seljendur. Að undanförnu hefur Landsvirkjun einnig verið að kaupa orku. Við kaupin er hægt að minnka framleiðslu á móti og geyma vatnsforðann lengur í miðlunarlónum. Markaðurinn stuðlar þannig að því að miðlunargeta Landsvirkjunar nýtist betur. Stórnotendur hluti af lausninni Ítrekað hefur verið gefið í skyn í umræðu um raforkumál að heildsölufyrirtæki raforku kaupi orku af markaði og selji áfram til stórnotenda. Það sé freistandi því þeir borgi betur en almenningur. Orka „leki” þannig á milli „markaða”. Því er haldið fram að vegna þessa freistnivanda sé Landsvirkjun í vandræðum þar sem kaupendum, sem kaupa orkuna af Landsvirkjun, sé ekki treystandi. Einmitt hið gagnstæða er reynsla okkar hjá HS Orku. HS Orka hefur átt í góðu samstarfi við stórnotendur og samið um minnkaða sölu eða endurkaup þegar þörf er á því. Stórnotendur eru ekki vandinn í þessu samhengi heldur hluti af lausninni. Það er þó mikilvægt, þegar kreppir að og raforkuöryggi almennings er ógnað, að hlutlaus aðili eins og Landsnet eða Orkustofnun gegni nýju lögboðnu hlutverki um að stýra endurkaupum frá stórnotendum til almennings. Þetta hlutverk má ekki vera á forsendum orkufyrirtækja. Lausnin liggur á borðinu Í dag vofir orkuskortur yfir landinu sem bitnað getur á almenningi, heimilum og smáum fyrirtækjum. Mögulega hefur skortur á formlegum raforkuvettvangi komið okkur í þær ógöngur sem við erum í dag því opinbert markaðsverð hefur vantað sem hvati til að byggja nýjar virkjanir. Til skamms tíma er framboðsskylda ein tillaga að lausn og hún liggur á borði stjórnvalda. Höfundur er sérfræðingur í orkuviðskiptum hjá HS Orku og var fulltrúi í starfshópi um raforkuöryggi á heildsölumarkaði. Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar