Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 16:18 Gídeon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. EPA/Martin Divisek Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira