Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar 14. desember 2024 14:00 Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Menning Bókmenntir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun