Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 12:07 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira