Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar 13. desember 2024 14:00 Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar