Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar 13. desember 2024 14:00 Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar