Lífið

Mætti á dregilinn þrátt fyrir á­sakanirnar

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Jay-Z, Beyoncé og Blue Ivy Carter mættu saman á dregilinn á forsýningu Mufasa. Beyoncé og Blue fara báðar með hlutverk í myndinni. 
Jay-Z, Beyoncé og Blue Ivy Carter mættu saman á dregilinn á forsýningu Mufasa. Beyoncé og Blue fara báðar með hlutverk í myndinni.  Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic

Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið.

Fjölskyldan brosti þó sínu breiðasta á rauða dreglinum en Beyoncé og Blue fara með hlutverk mæðgnanna Nölu og Kiöru í myndinni.

Meint brot rapparans felur í sér að hafa nauðgað þrettán ára stúlku árið 2000.  Jay Z og Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy, eru báðir sakaðir um nauðgunina en Diddy hefur sömuleiðis verið ásakaður um fjöldann allan af kynferðisbrotum, mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Hinn fyrrnefndi hefur neitað ásökununum og segir þær form fjárkúgunar. 

Sömuleiðis hefur vakið athygli að í yfirlýsingu sinni leggur hann áherslu á það séu ekki allir frægir einstaklingar eins. Telja einhverjir að með því sé hann að aðgreina sig frá Combs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.