Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar 10. desember 2024 09:33 Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Hvalir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala).
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun