Óttaðist um líf sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 22:36 Hafdís Bára, sem býr í nágrenni við Vopnafjörð, segir kerfið hafa brugðist sér. facebook/vísir/vilhlem Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss. Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss.
Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira