Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2024 19:20 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa formlega rætt myndun nýrrar ríkisstjórnar frá því á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafa átt formlegar stjórnamyndunarviðræður frá því á miðvikudag en þær tóku sér hlé frá fundarhöldum í gær. Þær hittust síðan aftur í dag og funduðu fram eftir degi. Inga Sæland ræddi við fjölmiðla síðdegis fyrir hönd formannanna þriggja og sagði viðræðurnar hafa gengið vonum framar. Vinnuhópar um einstök mál taki síðan til starfa á morgun og næstu daga. Strax þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ljóst að Samfylkingin, Flokkur fólksins og Viðreisn höfðu bætt verulega við fylgi sitt, var ljóst að formenn þessara flokka myndu hefja stjórnarmyndunarviðræður.Vísir/Vilhelm „Við erum náttúrlega aðallega að tala um stærstu málin. Við vitum öll hver þau eru. Efnahagsmálin eru auðvitað efst á baugi hjá okkur öllum og húsnæðismál, heilbrigðismál og þessi helstu mál. Á morgun byrjum við með fyrsta starfshópinn okkar en þeir verða fleiri,“ segir Inga. Miðað við stefnu flokkanna þriggja fyrir kosningar er augljóst að ná þarf fram málamiðlunum. Eruð þið komnar á þann stað að þið eruð sannfærðar um að þið náið að lokum saman? „Við erum alla vega mjög bjartsýnar og á milli okkar ríkir mikið traust og hlýja.“ Viðræðurnar hafi leitt í ljós að flokkarnir ættu margt sameiginlegt og ánægjulegt að margir snertifletir væru á áherslum þeirra. „Þar sem er kannski einhver núningur, vinnum við bara hægt og rólega með brosi á vör. Við erum að þessu til að ná saman nýrri ríkisstjórn. Það er kominn tími á að fá alvöru stjórn til að stýra landinu okkar og það er það sem við ætlum að gera,“ sagði formaður Flokks fólksins síðdegis. Hún telji að flokkarnir þrír muni allir fá fram mál sem væru mikilvæg fyrir þeirra stefnu. Á þessum tímapunkti værihins vegar ekki rétt að tala um ágreiningsefni sem væru enn í vinnslu á milli flokkanna. Vel hefur farið á með formönnum flokkanna þriggja í þau skipti sem þær hafa gefið fjölmiðlum færi á að ræða við þær eftir kosningar.Vísir/Vilhelm Þjóðaratkvæðagreiðsla um að taka upp viðræður við Evrópusambandið, heldur þú að hún verði á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Það hefur náttúrlega meðal annars verið rætt. En ég tel ekki ástæðu til að ræða mig neitt út um það hér og nú,“ segir Inga. Stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið misvel í gegnum tíðina og tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn.“ Verður þetta jólastjórn? „Það væri ánægjulegt, ég veit það ekki. En það væri verulega ánægjulegt.“ Þannig að þú getir mætt í jólaboð fjölskyldunnar búin að mynda nýja ríkisstjórn, er það vonin? „Já, við lifum í voninni,“ sagði Inga Sæland. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7. desember 2024 11:56 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6. desember 2024 16:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafa átt formlegar stjórnamyndunarviðræður frá því á miðvikudag en þær tóku sér hlé frá fundarhöldum í gær. Þær hittust síðan aftur í dag og funduðu fram eftir degi. Inga Sæland ræddi við fjölmiðla síðdegis fyrir hönd formannanna þriggja og sagði viðræðurnar hafa gengið vonum framar. Vinnuhópar um einstök mál taki síðan til starfa á morgun og næstu daga. Strax þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ljóst að Samfylkingin, Flokkur fólksins og Viðreisn höfðu bætt verulega við fylgi sitt, var ljóst að formenn þessara flokka myndu hefja stjórnarmyndunarviðræður.Vísir/Vilhelm „Við erum náttúrlega aðallega að tala um stærstu málin. Við vitum öll hver þau eru. Efnahagsmálin eru auðvitað efst á baugi hjá okkur öllum og húsnæðismál, heilbrigðismál og þessi helstu mál. Á morgun byrjum við með fyrsta starfshópinn okkar en þeir verða fleiri,“ segir Inga. Miðað við stefnu flokkanna þriggja fyrir kosningar er augljóst að ná þarf fram málamiðlunum. Eruð þið komnar á þann stað að þið eruð sannfærðar um að þið náið að lokum saman? „Við erum alla vega mjög bjartsýnar og á milli okkar ríkir mikið traust og hlýja.“ Viðræðurnar hafi leitt í ljós að flokkarnir ættu margt sameiginlegt og ánægjulegt að margir snertifletir væru á áherslum þeirra. „Þar sem er kannski einhver núningur, vinnum við bara hægt og rólega með brosi á vör. Við erum að þessu til að ná saman nýrri ríkisstjórn. Það er kominn tími á að fá alvöru stjórn til að stýra landinu okkar og það er það sem við ætlum að gera,“ sagði formaður Flokks fólksins síðdegis. Hún telji að flokkarnir þrír muni allir fá fram mál sem væru mikilvæg fyrir þeirra stefnu. Á þessum tímapunkti værihins vegar ekki rétt að tala um ágreiningsefni sem væru enn í vinnslu á milli flokkanna. Vel hefur farið á með formönnum flokkanna þriggja í þau skipti sem þær hafa gefið fjölmiðlum færi á að ræða við þær eftir kosningar.Vísir/Vilhelm Þjóðaratkvæðagreiðsla um að taka upp viðræður við Evrópusambandið, heldur þú að hún verði á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Það hefur náttúrlega meðal annars verið rætt. En ég tel ekki ástæðu til að ræða mig neitt út um það hér og nú,“ segir Inga. Stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið misvel í gegnum tíðina og tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn.“ Verður þetta jólastjórn? „Það væri ánægjulegt, ég veit það ekki. En það væri verulega ánægjulegt.“ Þannig að þú getir mætt í jólaboð fjölskyldunnar búin að mynda nýja ríkisstjórn, er það vonin? „Já, við lifum í voninni,“ sagði Inga Sæland.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7. desember 2024 11:56 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6. desember 2024 16:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7. desember 2024 11:56
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6. desember 2024 16:44