Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 09:43 Piltur hellir úr vatnsflösku yfir sig í hitabylgju í Brussel í Belgíu í ágúst. Vísir/EPA Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Sjá meira
Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Sjá meira