Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. desember 2024 11:56 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa voru í stuði á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira