Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 21:26 Orion geimfarið sem skotið var á loft í Artemis I. NASA/Ben Smegelsky Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lýst því yfir að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl árið 2026. Þá á að skjóta fjórum geimförum til tunglsins í fyrsta sinn í marga áratugi. Ekki stendur þó til að lenda geimförunum á tunglinu að þessu sinni. Það á að gera í Artemis III um mitt ár 2027. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Fyrir daginn í dag stóð til að senda Artemis II af stað í september á næsta ári. Því er um rúmlega hálfs árs töf að ræða. Í Artemis II verða þrír bandarískir og einn kanadískur geimfari sendir á braut um tunglið og til baka og á geimferðin að taka átta daga. Christina Koch, Victor Glover, Reid Wiseman og Jeremy Hansen (frá Kanada) munu fara á braut um tunglið árið 2026.AP/Josh Valcarcel Hitaskjöldurinn sagður virka fínt Í Artemis II stendur til að notast við Orion-geimfarið, sem einnig var notast við í fyrstu geimferð Artemis, þegar tómt geimfar var sent á braut um tunglið og til baka. Þá fundust miklar skemmdir á hitaskildi geimfarsins. Þegar geimför snúa til jarðar eru þau á gífurlegum hraða og þegar þau mæta andrúmslofti hitna þau mjög mikið. Í þessu tilfelli náði yfirborðshiti Orion í allt að 2.760 gráður. Hitaskjöldum er í einföldu máli ætlað að verja geimför og geimfara gegn þessum hita. Sjá einnig: Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Í tilkynningu á vef NASA segir að rannsókn hafi leitt í ljós hvað hafi valdið þessum skemmdum og að hægt sé að ráða úr því. Öruggt sé að senda geimfara til tunglsins og til baka um borð í samskonar geimfari með samskonar hitaskjöld. Þrátt fyrir skemmdirnar á hitaskildinum sína mælingar að hitastigið inn í geimfarinu hækkaði ekki svo mikið að það hefði haft áhrif á geimfara. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fresta geimskotinu vegna þeirra breytinga sem þarf að gera og til að gera breytingar á öðrum búnaði geimfarsins sem er geimförum nauðsynlegur í svona löngum geimferðum. Thorough analysis has identified the root cause of char loss seen on the Artemis I heat shield. NASA determined that crew can safely fly on #Artemis II using the existing Orion heat shield design. Launch is now targeted for April 2026. More: https://t.co/SF4RsDGriO pic.twitter.com/3XBz2kVoYb— Orion Spacecraft (@NASA_Orion) December 5, 2024 Á leið út og segist stoltur „Artemis-áætlunin er kræfasta og tæknilega erfiðasta alþjóðlega samvinnuverkefni sem mannkynið hefur farið í,“ segir Bill Nelson, yfirmaður NASA, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir starfsmenn NASA hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að hann sé stoltur af starfsfólki stofnunarinnar. „Við þurfum að framkvæma þetta næsta tilraunaflug rétt. Þannig mun Artemis-áætlunin ganga eftir.“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna opinberaði í gær að hann ætlaði að setja auðjöfurinn Jared Isaacman yfir NASA í janúar. Meðal þess sem Isaacman er sagður vilja gera er að binda enda á þróun Space Launch System eldflaugarinnar (SLS). Hann og Trump eru báðir sagðir hafa áhuga á því en þróun hennar og framleiðsla hefur farið langt fram úr öllum áætlunum. Þrátt fyrir það nýtur verkefnið stuðnings á bandaríska þinginu og er það að mestu vegna starfa sem verkefnið skapar og þá aðallega í Alabama. Fyrst átti að skjóta SLS-eldflaug á loft árið 2016. Því varð svo ítrekað frestað og var fyrsta skotið ekki fyrr en í nóvember 2022 sem eldflaugin fór fyrst á loft. Þá var búið að fresta geimskoti Artemis I ítrekað vegna bilana. Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Í frétt Ars Technica segir að viðræður um framtíð SLS eldflauganna séu þegar byrjaðar. Einn mögulegur samningur um að binda enda á verkefnið snýst um að flytja yfirstjórn geimdeildar bandaríska hersins í staðinn til Alabama. Gangi þetta eftir og verði SLS-eldflaugin kastað á öskuhaug sögunnar, ef svo má segja, kemur til greina að skjóta Orion á loft með New Glenn eldflaug, frá Blue Origin. Á braut um jörðu gæti geimfarið svo tengst Centaur efra stigi sem skotið væri á loft með Vulcan eldflaug frá United Launch Alliance og efra stigið gæti sent Orion af stað til tunglsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Það á að gera í Artemis III um mitt ár 2027. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Fyrir daginn í dag stóð til að senda Artemis II af stað í september á næsta ári. Því er um rúmlega hálfs árs töf að ræða. Í Artemis II verða þrír bandarískir og einn kanadískur geimfari sendir á braut um tunglið og til baka og á geimferðin að taka átta daga. Christina Koch, Victor Glover, Reid Wiseman og Jeremy Hansen (frá Kanada) munu fara á braut um tunglið árið 2026.AP/Josh Valcarcel Hitaskjöldurinn sagður virka fínt Í Artemis II stendur til að notast við Orion-geimfarið, sem einnig var notast við í fyrstu geimferð Artemis, þegar tómt geimfar var sent á braut um tunglið og til baka. Þá fundust miklar skemmdir á hitaskildi geimfarsins. Þegar geimför snúa til jarðar eru þau á gífurlegum hraða og þegar þau mæta andrúmslofti hitna þau mjög mikið. Í þessu tilfelli náði yfirborðshiti Orion í allt að 2.760 gráður. Hitaskjöldum er í einföldu máli ætlað að verja geimför og geimfara gegn þessum hita. Sjá einnig: Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Í tilkynningu á vef NASA segir að rannsókn hafi leitt í ljós hvað hafi valdið þessum skemmdum og að hægt sé að ráða úr því. Öruggt sé að senda geimfara til tunglsins og til baka um borð í samskonar geimfari með samskonar hitaskjöld. Þrátt fyrir skemmdirnar á hitaskildinum sína mælingar að hitastigið inn í geimfarinu hækkaði ekki svo mikið að það hefði haft áhrif á geimfara. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fresta geimskotinu vegna þeirra breytinga sem þarf að gera og til að gera breytingar á öðrum búnaði geimfarsins sem er geimförum nauðsynlegur í svona löngum geimferðum. Thorough analysis has identified the root cause of char loss seen on the Artemis I heat shield. NASA determined that crew can safely fly on #Artemis II using the existing Orion heat shield design. Launch is now targeted for April 2026. More: https://t.co/SF4RsDGriO pic.twitter.com/3XBz2kVoYb— Orion Spacecraft (@NASA_Orion) December 5, 2024 Á leið út og segist stoltur „Artemis-áætlunin er kræfasta og tæknilega erfiðasta alþjóðlega samvinnuverkefni sem mannkynið hefur farið í,“ segir Bill Nelson, yfirmaður NASA, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir starfsmenn NASA hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að hann sé stoltur af starfsfólki stofnunarinnar. „Við þurfum að framkvæma þetta næsta tilraunaflug rétt. Þannig mun Artemis-áætlunin ganga eftir.“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna opinberaði í gær að hann ætlaði að setja auðjöfurinn Jared Isaacman yfir NASA í janúar. Meðal þess sem Isaacman er sagður vilja gera er að binda enda á þróun Space Launch System eldflaugarinnar (SLS). Hann og Trump eru báðir sagðir hafa áhuga á því en þróun hennar og framleiðsla hefur farið langt fram úr öllum áætlunum. Þrátt fyrir það nýtur verkefnið stuðnings á bandaríska þinginu og er það að mestu vegna starfa sem verkefnið skapar og þá aðallega í Alabama. Fyrst átti að skjóta SLS-eldflaug á loft árið 2016. Því varð svo ítrekað frestað og var fyrsta skotið ekki fyrr en í nóvember 2022 sem eldflaugin fór fyrst á loft. Þá var búið að fresta geimskoti Artemis I ítrekað vegna bilana. Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Í frétt Ars Technica segir að viðræður um framtíð SLS eldflauganna séu þegar byrjaðar. Einn mögulegur samningur um að binda enda á verkefnið snýst um að flytja yfirstjórn geimdeildar bandaríska hersins í staðinn til Alabama. Gangi þetta eftir og verði SLS-eldflaugin kastað á öskuhaug sögunnar, ef svo má segja, kemur til greina að skjóta Orion á loft með New Glenn eldflaug, frá Blue Origin. Á braut um jörðu gæti geimfarið svo tengst Centaur efra stigi sem skotið væri á loft með Vulcan eldflaug frá United Launch Alliance og efra stigið gæti sent Orion af stað til tunglsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00
Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47
Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36
Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50