Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:31 Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun