Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 16:10 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“ Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“
Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira