„Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2024 08:01 Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun