Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 10:47 Stefán Einar Stefánsson og Eiríkur Bergmann krufðu mögulegar stjórnarmyndanir í Bítinu. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu telur stjórnarmyndun nú snúast um líf og dauða fyrir bæði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ljóst að möguleikarnir til stjórnarmyndunar séu nokkrir, en hann hefur trú á því að Flokkur fólksins verði til í málamiðlanir. Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé pólitískur ómöguleiki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað mættu þeir Stefán og Eiríkur til að ræða nýafstaðnar kosningar um helgina og stjórnarmyndunarviðræður sem svo munu fara fram í kjölfarið. Formenn allra flokka funda í dag með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Dagur myndi taka við og Bjarni ekki í minnihluta „Ég held að pólitísk framtíð tveggja stjórnmálamanna muni ráðast á þessu máli, stjórnarmynduninni. Ég held að þetta sé upp á líf og dauða fyrir Bjarna Benediktsson og Kristrúnu Frostadóttur,“ segir Stefán Einar. Hann segist ekki viss um að hún muni hafa það af að lenda í minnihluta á kjörtímabilinu. „Af því það eru gríðarlegar væntingar til hennar eðlilega, ég held það hafi verið eitt skot í byssunni og ef hún lendir í stjórnarandstöðu þá held ég að það séu meiri líkur en minni á að Dagur B. Eggertsson taki einfaldlega við Samfylkingunni á landsvísu.“ Þá segir Stefán margt kalla á að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í stjórn. Flokkurinn hafi mikla þörf fyrir að fara í naflaskoðun, mikið þurfi að breytast. „Þó menn segi að þetta sé varnarsigur miðað við að hann var að mælast með tólf prósent, þá er þetta auðvitað afhroð og menn eru að sleikja sárin núna. Það getur verið mjög þungt fyrir flokk sem lendir í slíku áfalli að setjast inn í stjórn og ætla einhvern veginn að endurnýja erindi sitt.“ Sérðu Bjarna leiða flokkinn í minnihluta? „Nei, ég held að það gerist nú ekki. Þess vegna segi ég að þetta er upp á líf og dauða fyrir hann og Kristrúnu, af ólíkum ástæðum. Það er enn á dagskrá eftir því sem ég best veit landsfundur í febrúar og ég held að Bjarni fari ekki í gegnum þann fund sem formaður nema hann sitji þá í ríkisstjórn. En hann er svo sem búinn að negla sig inn ef hann gerir það.“ Inga hafi haft stjórn á sínu fólki Eiríkur Bergmann segir í Bítinu að það sé tæplega hægt að tala um hægribylgju eftir kosningarnar í ljósi fylgis Samfylkingarinnar og Flokks fólksins. Ljóst sé að um gríðarlega breytingu á landslagi íslenskra stjórnmála sé að ræða. Hann segir ljóst að Inga Sæland, Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir séu byrjaðar að tala saman. „Satt að segja kom mér aðeins á óvart hversu viljug Inga Sæland virtist vera til þess að fara í akkúrat þetta samstarf og hún var nú ekkert að skerpa á neinum átakalínum í því samtali heldur þvert á móti,“ segir Eiríkur. Stefán Einar veltir því upp að miklar áhyggjur séu af því innan annarra flokka hvort Flokkur fólksins sé stjórntækur. Eiríkur segir Ingu þó hafa sýnt það að hún geti haft stjórn á sínu fólki. „Stjórnmál eru list hins mögulega. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar hafi stillt upp sínum málum með mjög afgerandi hætti þá breytist það þegar við stjórnarmyndunarborðið er komið. Ég held að þetta verkefni felist í því að Flokkur fólksins verður að fá eitthvað afgerandi út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Þau þurfa ekki að fá allt sitt held ég, enda fær enginn allt sitt í ríkisstjórnarmyndun. En það er nauðsynlegt fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins að það sé eitthvað afgerandi og stórt mál sem þau fá fyrir sitt fólk, fyrir þau sem höllustum fæti standa. Málið er að það er hægt að útfæra allskonar hluti í þeim efnum, þannig mér finnst þetta ekki einhver svona ómöguleiki sem er ófært að ná yfir.“ ESB þvælist helst fyrir CDM stjórn Þá ræða þeir félagar aðra mögulegar samsetningar ríkisstjórnar í Bítinu. Stefán Einar bendir á að það hafi verið rætt í bakherbergjum að Viðreisn geti myndað stjórn með Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Það sé ekki síst vegna þess að gott samband sé á milli Þorgerðar og Sigmundar. „Þar er þetta Evrópusambandsmál að þvælast mjög fyrir fólki og maður heyrir ekki á Bjarna og Sigmundi að þeir séu reiðubúnir að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, en svo hafa menn opnað á þann möguleika hvort það sé hægt að taka það mál út úr pólitíkinni, segja að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla hér segjum um mitt næsta ár og stjórnmálaflokkarnir fari út úr þessu og það verði þá aðrar stofnanir eða samtök sem munu taka þann slag, þannig flokkarnir haldi sig til hlés. Hvort það sé möguleiki er þá annað mál. Það er ekki mjög stór meirihluti, 33 þingmenn.“ Þeir Eiríkur og Stefán Einar eru sammála um að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk að vinna saman. Eiríkur segir það sér í lagi erfitt fyrir Samfylkingu að vinna með flokknum undir núverandi formanni. „Gangi þetta ekki núna þá fer af stað þessi hringekja sem Stefán Einar nefnir og þá gæti það orðið flókið. Síðan er líka það að það sem virðist ómögulegt í upphafi svona viðræðna verður sífellt augljósara og fýsilegra eftir því sem fleiri hringir eru farnir og við erum farnir að horfa í stjórnarkreppu. Það er nú þannig sem núverandi ríkisstjórn varð til.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Bítið Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað mættu þeir Stefán og Eiríkur til að ræða nýafstaðnar kosningar um helgina og stjórnarmyndunarviðræður sem svo munu fara fram í kjölfarið. Formenn allra flokka funda í dag með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Dagur myndi taka við og Bjarni ekki í minnihluta „Ég held að pólitísk framtíð tveggja stjórnmálamanna muni ráðast á þessu máli, stjórnarmynduninni. Ég held að þetta sé upp á líf og dauða fyrir Bjarna Benediktsson og Kristrúnu Frostadóttur,“ segir Stefán Einar. Hann segist ekki viss um að hún muni hafa það af að lenda í minnihluta á kjörtímabilinu. „Af því það eru gríðarlegar væntingar til hennar eðlilega, ég held það hafi verið eitt skot í byssunni og ef hún lendir í stjórnarandstöðu þá held ég að það séu meiri líkur en minni á að Dagur B. Eggertsson taki einfaldlega við Samfylkingunni á landsvísu.“ Þá segir Stefán margt kalla á að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í stjórn. Flokkurinn hafi mikla þörf fyrir að fara í naflaskoðun, mikið þurfi að breytast. „Þó menn segi að þetta sé varnarsigur miðað við að hann var að mælast með tólf prósent, þá er þetta auðvitað afhroð og menn eru að sleikja sárin núna. Það getur verið mjög þungt fyrir flokk sem lendir í slíku áfalli að setjast inn í stjórn og ætla einhvern veginn að endurnýja erindi sitt.“ Sérðu Bjarna leiða flokkinn í minnihluta? „Nei, ég held að það gerist nú ekki. Þess vegna segi ég að þetta er upp á líf og dauða fyrir hann og Kristrúnu, af ólíkum ástæðum. Það er enn á dagskrá eftir því sem ég best veit landsfundur í febrúar og ég held að Bjarni fari ekki í gegnum þann fund sem formaður nema hann sitji þá í ríkisstjórn. En hann er svo sem búinn að negla sig inn ef hann gerir það.“ Inga hafi haft stjórn á sínu fólki Eiríkur Bergmann segir í Bítinu að það sé tæplega hægt að tala um hægribylgju eftir kosningarnar í ljósi fylgis Samfylkingarinnar og Flokks fólksins. Ljóst sé að um gríðarlega breytingu á landslagi íslenskra stjórnmála sé að ræða. Hann segir ljóst að Inga Sæland, Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir séu byrjaðar að tala saman. „Satt að segja kom mér aðeins á óvart hversu viljug Inga Sæland virtist vera til þess að fara í akkúrat þetta samstarf og hún var nú ekkert að skerpa á neinum átakalínum í því samtali heldur þvert á móti,“ segir Eiríkur. Stefán Einar veltir því upp að miklar áhyggjur séu af því innan annarra flokka hvort Flokkur fólksins sé stjórntækur. Eiríkur segir Ingu þó hafa sýnt það að hún geti haft stjórn á sínu fólki. „Stjórnmál eru list hins mögulega. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar hafi stillt upp sínum málum með mjög afgerandi hætti þá breytist það þegar við stjórnarmyndunarborðið er komið. Ég held að þetta verkefni felist í því að Flokkur fólksins verður að fá eitthvað afgerandi út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Þau þurfa ekki að fá allt sitt held ég, enda fær enginn allt sitt í ríkisstjórnarmyndun. En það er nauðsynlegt fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins að það sé eitthvað afgerandi og stórt mál sem þau fá fyrir sitt fólk, fyrir þau sem höllustum fæti standa. Málið er að það er hægt að útfæra allskonar hluti í þeim efnum, þannig mér finnst þetta ekki einhver svona ómöguleiki sem er ófært að ná yfir.“ ESB þvælist helst fyrir CDM stjórn Þá ræða þeir félagar aðra mögulegar samsetningar ríkisstjórnar í Bítinu. Stefán Einar bendir á að það hafi verið rætt í bakherbergjum að Viðreisn geti myndað stjórn með Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Það sé ekki síst vegna þess að gott samband sé á milli Þorgerðar og Sigmundar. „Þar er þetta Evrópusambandsmál að þvælast mjög fyrir fólki og maður heyrir ekki á Bjarna og Sigmundi að þeir séu reiðubúnir að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, en svo hafa menn opnað á þann möguleika hvort það sé hægt að taka það mál út úr pólitíkinni, segja að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla hér segjum um mitt næsta ár og stjórnmálaflokkarnir fari út úr þessu og það verði þá aðrar stofnanir eða samtök sem munu taka þann slag, þannig flokkarnir haldi sig til hlés. Hvort það sé möguleiki er þá annað mál. Það er ekki mjög stór meirihluti, 33 þingmenn.“ Þeir Eiríkur og Stefán Einar eru sammála um að það sé pólitískur ómöguleiki fyrir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk að vinna saman. Eiríkur segir það sér í lagi erfitt fyrir Samfylkingu að vinna með flokknum undir núverandi formanni. „Gangi þetta ekki núna þá fer af stað þessi hringekja sem Stefán Einar nefnir og þá gæti það orðið flókið. Síðan er líka það að það sem virðist ómögulegt í upphafi svona viðræðna verður sífellt augljósara og fýsilegra eftir því sem fleiri hringir eru farnir og við erum farnir að horfa í stjórnarkreppu. Það er nú þannig sem núverandi ríkisstjórn varð til.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Bítið Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira