Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 1. desember 2024 11:03 Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar