Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. nóvember 2024 14:22 Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun