Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. nóvember 2024 14:22 Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun