Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 09:01 Það er fullt af íþróttafólki á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar. Vanda Sigurgeirsdóttir, Martha Ernstsdóttir, Júlían J. K. Jóhannsson, Birgir Leifur Hafþórsson og Anton Sveinn McKee eru þar á meðal. Samsett/Vísir Fjöldi íþróttafólks er á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram á morgun. Í hópnum eru meðal annars Ólympíufarar, landsliðsfólk, ofurhlauparar og forkólfar íþróttasérsambanda. Vísir hefur safnað saman nöfnum íþróttafólks á listum stjórnmálaflokkanna, sem sjá má hér að neðan. Ljóst er að þessi listi er ekki tæmandi en þarna má engu að síður finna fullt af fólki sem fjallað hefur verið um í íþróttafréttum í gegnum árin. Miðað var við að fólk væri enn virkt í sinni íþrótt eða hefði þá afrekað mikið á ferlinum - til að mynda spilað landsleiki eða komist á Ólympíuleika - stýrt sérsambandi innan ÍSÍ eða komið að íþróttamálum með öðrum áberandi hætti. Sem sagt alveg sérstaklega loðin viðmið, mögulega í anda pólitíkurinnar, og þiggur blaðamaður ábendingar um viðbætur. Fjöldi íþróttafólks í framboði virðist mjög breytilegur á milli kjördæma, eins og sjá má hér að neðan. Reykjavík norður Reykjavík suður Suðvestur Norðvestur Í framboði eru sem sagt til að mynda að minnsta kosti þrír Ólympíufarar. Anton Sveinn McKee er nánast nýstiginn upp úr lauginni eftir sína fjórðu Ólympíuleika í sumar, og þau Martha Ernstsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, í maraþoni og siglingum. Hjólreiðakempan Hafsteinn Ægir Geirsson er í framboði. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Sydney, í siglingum.Instagram/@hafsteinngeirsson Eins og sjá má er enginn frambjóðandi í suður- eða norðausturkjördæmi á listanum, þó að eflaust sé þar fullt af fólki sem áhugasamt er um íþróttir. Þá er ekki á listanum fólk sem sinnir til dæmis stjórnunarstörfum hjá íþróttafélögunum í landinu. Einnig mætti til dæmis nefna leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson (Framsókn) sem stofnaði Knattspyrnufélagið Árvakur. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson (Samfylking) er fyrrverandi borðtennisspilari, Völsungurinn Hafrún Olgeirsdóttir (Sjálfstæðisflokkur) er skráð með 129 mörk í meistaraflokki í fótbolta, Steingrímur J. Sigfússon (Vinstri græn) var nú eitt sinn íþróttafréttamaður, Björn Bjarki Þorsteinsson (Sjálfstæðisflokkur) lék fjölda körfuboltaleikja fyrir Skallagrím, Nói Björnsson (Samfylking) er formaður Þórs og gömul fótboltakempa, og þannig mætti eflaust áfram telja. Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson eru mikið íþróttafólk. Þegar horft er til skoðanakannana er ljóst að flest af íþróttafólkinu sem hér hefur verið nefnt er ekki á leið inn á þing, en þó nokkrir. Hanna Katrín Friðriksson (Viðreisn) er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og heldur pottþétt sæti sínu á þingi, og heilbrigðisráðherrann Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi, þó að margir sakni hans sem fótboltaþjálfara. Ólafur Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður gullaldarliðs ÍA, er oddviti Sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi og Hannes S. Jónsson, áður formaður og nú framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er í 2. sæti Samfylkingar í sama kjördæmi. Þetta keppnisfólk fylgist eflaust spennt með því þegar fyrstu tölur fara að berast annað kvöld. Kosningasjónvarp fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefst þá klukkan 19:50. Þar birtast nýjustu tölur auk þess sem flakkað verður á milli kosningavaka frambjóðenda og tekið á móti góðum gestum í myndver. Alþingiskosningar 2024 Fótbolti Handbolti Kraftlyftingar Hlaup Golf Sund Körfubolti Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23. nóvember 2024 09:30 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira
Vísir hefur safnað saman nöfnum íþróttafólks á listum stjórnmálaflokkanna, sem sjá má hér að neðan. Ljóst er að þessi listi er ekki tæmandi en þarna má engu að síður finna fullt af fólki sem fjallað hefur verið um í íþróttafréttum í gegnum árin. Miðað var við að fólk væri enn virkt í sinni íþrótt eða hefði þá afrekað mikið á ferlinum - til að mynda spilað landsleiki eða komist á Ólympíuleika - stýrt sérsambandi innan ÍSÍ eða komið að íþróttamálum með öðrum áberandi hætti. Sem sagt alveg sérstaklega loðin viðmið, mögulega í anda pólitíkurinnar, og þiggur blaðamaður ábendingar um viðbætur. Fjöldi íþróttafólks í framboði virðist mjög breytilegur á milli kjördæma, eins og sjá má hér að neðan. Reykjavík norður Reykjavík suður Suðvestur Norðvestur Í framboði eru sem sagt til að mynda að minnsta kosti þrír Ólympíufarar. Anton Sveinn McKee er nánast nýstiginn upp úr lauginni eftir sína fjórðu Ólympíuleika í sumar, og þau Martha Ernstsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, í maraþoni og siglingum. Hjólreiðakempan Hafsteinn Ægir Geirsson er í framboði. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Sydney, í siglingum.Instagram/@hafsteinngeirsson Eins og sjá má er enginn frambjóðandi í suður- eða norðausturkjördæmi á listanum, þó að eflaust sé þar fullt af fólki sem áhugasamt er um íþróttir. Þá er ekki á listanum fólk sem sinnir til dæmis stjórnunarstörfum hjá íþróttafélögunum í landinu. Einnig mætti til dæmis nefna leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson (Framsókn) sem stofnaði Knattspyrnufélagið Árvakur. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson (Samfylking) er fyrrverandi borðtennisspilari, Völsungurinn Hafrún Olgeirsdóttir (Sjálfstæðisflokkur) er skráð með 129 mörk í meistaraflokki í fótbolta, Steingrímur J. Sigfússon (Vinstri græn) var nú eitt sinn íþróttafréttamaður, Björn Bjarki Þorsteinsson (Sjálfstæðisflokkur) lék fjölda körfuboltaleikja fyrir Skallagrím, Nói Björnsson (Samfylking) er formaður Þórs og gömul fótboltakempa, og þannig mætti eflaust áfram telja. Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson eru mikið íþróttafólk. Þegar horft er til skoðanakannana er ljóst að flest af íþróttafólkinu sem hér hefur verið nefnt er ekki á leið inn á þing, en þó nokkrir. Hanna Katrín Friðriksson (Viðreisn) er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og heldur pottþétt sæti sínu á þingi, og heilbrigðisráðherrann Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi, þó að margir sakni hans sem fótboltaþjálfara. Ólafur Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður gullaldarliðs ÍA, er oddviti Sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi og Hannes S. Jónsson, áður formaður og nú framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er í 2. sæti Samfylkingar í sama kjördæmi. Þetta keppnisfólk fylgist eflaust spennt með því þegar fyrstu tölur fara að berast annað kvöld. Kosningasjónvarp fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefst þá klukkan 19:50. Þar birtast nýjustu tölur auk þess sem flakkað verður á milli kosningavaka frambjóðenda og tekið á móti góðum gestum í myndver.
Alþingiskosningar 2024 Fótbolti Handbolti Kraftlyftingar Hlaup Golf Sund Körfubolti Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23. nóvember 2024 09:30 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira
Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23. nóvember 2024 09:30
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30