Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Icardi er vinsæll í Tyrklandi. EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Hinn 31 árs gamli Mauro Icardi var á sínum tíma einn heitasti framherji Evrópu, innan vallar sem utan. Undanfarin misseri hefur hann hins vegar verið meira í fréttum vegna ástarmála sinna heldur en vegna frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
Argentínumaðurinn Icardi spilar í dag með Galatasaray í Tyrklandi en hann gerði garðinn frægan hjá Inter á Ítalíu áður en hann færði sig yfir til Parísar þar sem hann lék með PSG frá 2019 til 2023. Jafnframt spilaði hann átta A-landsleiki frá 2013-18. Það eru nokkur ár síðan Icardi og eiginkona hans Wanda Nara, sem var áður gift Maxi Lopez – góðvini Icardi, komust í fréttirnar þar sem hjónaband þeirra var á barmi skilnaðar. Á endanum gáfust hjónakornin upp og ákváðu að þetta væri komið gott enda átti Icardi að hafa haldið við aðrar konur þó þau væru enn gift. Skilnaðurinn gekk vissulega ekki snurðulaust fyrir sig en í sitthvora áttina þau fóru. Nú hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera greint frá því að Icardi hafi fundið ástina á ný. Það þykir þó heldur kómískt að ástina fann hann í örmum skilnaðarlögfræðings síns, Angela Burgos. Icardi, il nuovo amore è Angela Burgos, l'avvocato che lo segue nel divorzio da Wanda https://t.co/OmVG5fpnT7— Corriere della Sera (@Corriere) November 26, 2024 Burgos er sannkallaður stjörnulögfræðingur og rekur eigin stofu samkvæmt Corriere della Sera. Þá heldur hún úti sjónvarpsþætti um lögfræðitengd málefni. Icardi ætti að hafa nægan tíma til að stela hjarta Burgos þar sem hann meiddist illa á hné gegn Tottenham Hotspur á dögunum og verður mögulega frá út leiktíðina. Hann hafði byrjað tímabilið af krafti og komið að átta mörkum (sex mörk, tvær stoðsendingar) í 14 leikjum í öllum keppnum. Lið hans, Galatasaray, hefur byrjað tímabilið af krafti heima fyrir og á enn eftir að tapa leik. Trónir liðið á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm meira en Fenerbahçe í sem situr í 2. sætinu.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira