Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:33 Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun