Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2024 16:30 Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Borgarstjórn Umferð Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun