Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2024 13:01 Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fólk sem býr erlendis. Við þekkjum líka öll fólk sem á börn sem búa erlendis. Námsmenn sem búa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Ungt fólk sem fór upphaflega út í nám, eignaðist svo börn, keypti sér íbúð og snéri ekki aftur heim. Langar kannski aftur heim en sér ekki fram á að komast inn á íslenskan fasteignamarkað. Getur ekki hugsað sér að taka íslensk lán eftir að hafa kynnst heilbrigðu vaxtaumhverfi erlendis. Þetta heyri ég um allt land. Mest frá eldra fólki sem talar um hve erfitt það sé að horfa á barnabörnin vaxa úr grasi í gegnum samskiptaforrit foreldra þeirra. Ég tengi vel við þessar sögur og þær snerta í mér taug. Dætur mínar búa erlendis þar sem þær eru í námi og ég sakna þeirra mikið. Ég vona að þær snúi aftur heim að námi loknu en ég veit að það er langt frá því að vera sjálfgefið. Veruleikinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að umgjörðin sem við höfum búið til hér á Íslandi er ekki til þess fallin að þjóna kynslóðinni sem er að koma undir sig fótunum. Íslenskt vaxtaumhverfi og óstöðugleiki er ekki aðlaðandi í augum ungs fólks. Þau sjá mörg hver ekki fram á að geta keypt hér húsnæði og fest þannig rætur vegna þess að þau þurfa alltaf að borga margfalt meira fyrir lánin en fólk gerir til dæmis í Danmörku eða Svíþjóð. Þar sér ungt fólk höfuðstól fasteignalánsins lækka frá mánuði til mánaðar - ekki hækka eins og hér tíðkast. Ofan á þennan gjörólíka húsnæðisveruleika bætast svo raunverulegir hvatar til náms og matarkarfa sem skilur ekki eftir sig gapandi dæld í heimilisbókhaldinu um hver einustu mánaðarmót. Allt skapar þetta umhverfi sem ungu fólki hugnast. Þannig er það bara og við þurfum að horfast í augu við það. Getur verið að umhverfið sem unga fólkið okkar erlendis býr við geri betur ráð fyrir fjölskyldufólki og að þau upplifi hvata til að eignast börn í samfélagi sem raunverulega stendur við bakið á þeim? Getur hreinlega verið að þau hafi það betra annars staðar en á Íslandi og þess vegna komi þau ekki heim? Við ætlum að skapa stöðugleika Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við viljum öll skapa samfélag sem við raunverulega viljum búa í og erum stolt af. Samfélag sem börnin okkar og barnabörn vilja búa í. Okkur virðist ekki hafa tekist það nægilega vel og þess vegna þurfum við að vera tilbúin að horfa til framtíðar. Vera tilbúin að skoða langtímalausnir og hafa kjarkinn til að taka af skarið. Við þurfum að spyrja okkur hvort það sé raunverulega jafn óbreytanlegt og norðanáttin að hér séu verðbólga og vextir margfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Eða hvort við viljum breytingar. Því þetta er ekki náttúrulögmál. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Við getum ekki stýrt veðrinu en við getum stýrt því hvernig við hlúum að þeim sem á eftir okkur koma eða þeim sem eru að vaxa úr grasi. Tekið til í kerfinu og ríkisfjármálunum, búið við stöðugt efnahagsástand þar sem hægt er að gera áætlanir sem halda og um leið skapað fjölskylduvænt og gott samfélag sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd. Séð til þess að ríkissjóður sé hluti af lausninni en ekki partur af vandamálinu. Er ekki kominn tími til að stöðva þennan flótta afkomenda okkar til annarra landa? Er til eitthvað verðugra átak en að gera það eftirsóknarvert fyrir börnin okkar að snúa aftur heim? Þetta á ekki að vera svona. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun