Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:37 Diego lætur gjarnan fara vel um sig í A4 í Skeifunni. Vísir Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“ Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“
Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira