Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:37 Diego lætur gjarnan fara vel um sig í A4 í Skeifunni. Vísir Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“ Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“
Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira