Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar