Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 26. nóvember 2024 07:29 Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson,Helgi Hólm skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson,Helgi Hólm skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun