Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Gervigreind Rafmyntir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur.
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar