Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar 25. nóvember 2024 10:10 Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun