Lífið

Adele kveður sviðið um ó­á­kveðinn tíma

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Adele á sviði í Las Vegas.
Adele á sviði í Las Vegas.

Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace.

Núna yfirgefur hún sviðið í Vegas og tekur sér langt hlé frá tónlist. Hún segir að tónleikahald sitt í borginni hafi tekið á sálarlífið. Fréttastofa BBC greinir frá.

„Ég er svo hrygg að þessu tímabili sé lokið en ég er líka glöð að það átti sér stað. Ég mun sakna ykkar ofboðslega, ég mun sakna ykkar ofboðslega. Ég veit ekki hvenær ég mun koma fram næst,“ sagði söngkonan klökk á tónleikunum á laugardaginn.

Adele hefur komið fram í Vegar á hverju föstudags- og laugardagskvöldi síðustu tvö ár. Söngkonan er einn vinsælasti tónlistarmaður heims og er hvað þekktust fyrir lög á borð við Hello, Rolling in the Deep, Someone Like You og Send My Love (To Your New Lover).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.