Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar 24. nóvember 2024 14:30 Í kosningabaráttunni hafa stjórnmálaflokkar talað um að styrkja landamærin til að stöðva straum flóttamanna hingað til lands. En hvað með að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi? Það er ekki nóg að koma með yfirlýsingar í því samhengi heldur aðgerðir sem bíta. Það er ekki bara gert með þessum áþreifanlegu landamærum því skipulagðri glæpastarfsemi eru engar skorður settar þegar við erum komin út í stafræna heiminn því þar eru engin landamæri og þar þarf að styrkja lögregluna til muna að mínu viti. Mér leiðist þessi útlendingaumræða þegar það er búið að setja hana í rasískan búning; auðvitað veit ég að það hlýst afleiðukostnaður af flóttafólki og innflytjendum sem við skattgreiðendur höldum uppi hvort heldur í húsnæðiskerfinu, heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu. Við skulum heldur ekki gleyma því að langstærsti hópur innflytjenda borgar líka sína skatta og gjöld og drífur atvinnulífið áfram. Við skulum heldur ekki gleyma því að við höfum alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum skrifað undir sem við verðum að uppfylla og það er frjálst flæði vinnuafls í Evrópu sem við höfum jafnframt samþykkt. Ráfar um stefnulaust En ég ætla ekki að eyða orkunni í þetta viðkvæma mál sem þarf svo sannarlega að ræða að teknu tilliti til þess að ef við höldum ekki rétt á spöðunum í þessum málaflokki sköpum við stéttaskiptingu og það leiðir af sér meiri skipulagða glæpi. Við þurfum ekki nema að horfa til Norðurlandanna til að sjá það. Ég ætla frekar að skrifa um það sem ég hef virkilegar áhyggjur af í dag, það eru ungmennin okkar hér á landi sem eru villuráfandi og stefnulaus í frumskógi kerfisins hvort heldur þau eru íslensk eða af erlendum uppruna, af fyrstu kynslóð eða af annarri sem hafa komið hingað til lands. Á þeim þrjátíu árum sem ég hef unnið á vettvangi ungra afbrotamanna og olnbogabarna samfélagsins þá er það nýtt að við mig séu að hafa samband áhyggjufullir foreldrar af því að ungmenni þeirra sé orðið flækt í heim skipulagðra glæpasamtaka og þau tengsl ná alveg niður til Suður-Ameríku og um alla Evrópu. Hvort heldur þau eru að flytja fíkniefni eða þvo peninga fyrir þessa glæpahringi, hér á landi eða annars staðar í Evrópu. Ekki trúum við því að þessi veruleiki gæti ekki gerst hér á landi og það sem meira er að það er kominn vísir að slíkri starfsemi hér í dag og hún nær langt út fyrir okkar aumu landamæri. Hvað er þá til ráða? Jú, herða landamæragæslu og styrkja stafrænu deild lögreglunnar, og styrkja tengsl við önnur lönd því skipulögð glæpasamtök virða engin landamæri. Hvað er það annað en skipulögð glæpastarfsemi þegar ungmenni hér á landi eru send til Evrópu í þeim eina tilgangi að bera fíkniefni yfir landamæri innan Evrópu og þvo peninga hérna innan lands sem eru svo sendir út í formi rafmyntar sem er nánast órekjanlegt? Jú, þetta kallast skipulögð glæpastarfsemi þegar þetta er komið á þetta stig og þarna er engin miskunn í boði eða skilningur. Við erum ekki að tala eingöngu um innflytjendur eða hælisleitendur heldur íslensk ungmenni sem eru orðin flækt inn í þennan heim og hvað ætlum við að gera í því? Sænska ástandið Þegar það er búið að veiða þau í net skipulagðra glæpasamtaka og þau eru komin á vald slíkra samtaka þá er ekkert sem heitir elsku mamma og við þurfum ekki nema að horfa til Svíþjóðar í því samhengi og vitna ég enn og aftur í ályktun formanna lögreglufélaga á Norðurlöndum og grein í Vísi með heitinu „Sænska ástandið“ orðið að norrænu. Ef við setjum þetta í íslenskt samhengi þá hefur ofbeldi verið að aukast til muna hér á landi innan ákveðins hóps. Ekki heldur fólk að það sé tilviljunin ein sem ræður því og það er ekki eingöngu hægt að kenna samfélagsmiðlum um. Er þá ekki um að gera að stofna fleiri ráð og nefndir með fólki sem er í engum tengslum við þennan veruleika eins og alltaf, í staðinn fyrir að leita til fólks sem hefur áratuga reynslu á gólfinu. Hnífaburður, skotárásir og jafnvel morð er orðinn íslenskur veruleiki hjá ungmennum. Það er heldur engin tilviljun. Vopnuðum útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði tólffalt á tíu ára tímabili. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Fæst voru útköll sérsveitarinnar árið 2014, eða 38 talsins. Þeim hefur fjölgað ört síðan og voru tólf sinnum fleiri í fyrra eða 461 talsins. Alls voru 2.141 vopnuð útköll á árunum 2013-2023. Þetta gerðist ekki út af engu! Aðferðin Ef við skoðum þau stóru fíkniefnamál sem hafa verið að koma upp síðustu ár þá hefur verið hægt að rekja mörg þeirra til Suður-Ameríku og er það engin tilviljun sem ræður því? Hvernig er farið að svo að, jú, þér er boðið gull og grænir skór með því að gefa þér kost á því að lifa hátt og hafa aðgang að nógu af fíkniefnum? Stefnulaust ungmenni sem hefur tapað og er ekki að sjá fram á bjarta framtíð. Ungmenni með takmarkaðan lesskilning sem á ekki mikla möguleika í vélvæðingu framtíðar og fellur auðveldlega fyrir slíku gylliboði. Þegar kemur að skuldadögum þá er jafnvel búin til skuld á þig sem þú átt að endurgreiða með því að bera fíkniefnin milli landamæra annars staðar í Evrópu til að greiða til baka þessa uppgerðu skuld og ef þú gerir það ekki áttu á hættu að vera beittur grófu ofbeldi. Það kemur að því að við förum að horfa upp á það að menn borgi með sínu lífi. Ef það er ekki hafið nú þegar, gleymum því ekki að það hafa verið að fara ungmenni alla leið niður til Suður-Ameríku og hafa setið inni í hættulegum fangelsum og hafa jafnvel þurft að verja sig með tálkaðan tannbursta að vopni eða hreinlega horfið þar og það hefur aldrei spurst til þeirra aftur! Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni hafa stjórnmálaflokkar talað um að styrkja landamærin til að stöðva straum flóttamanna hingað til lands. En hvað með að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi? Það er ekki nóg að koma með yfirlýsingar í því samhengi heldur aðgerðir sem bíta. Það er ekki bara gert með þessum áþreifanlegu landamærum því skipulagðri glæpastarfsemi eru engar skorður settar þegar við erum komin út í stafræna heiminn því þar eru engin landamæri og þar þarf að styrkja lögregluna til muna að mínu viti. Mér leiðist þessi útlendingaumræða þegar það er búið að setja hana í rasískan búning; auðvitað veit ég að það hlýst afleiðukostnaður af flóttafólki og innflytjendum sem við skattgreiðendur höldum uppi hvort heldur í húsnæðiskerfinu, heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu. Við skulum heldur ekki gleyma því að langstærsti hópur innflytjenda borgar líka sína skatta og gjöld og drífur atvinnulífið áfram. Við skulum heldur ekki gleyma því að við höfum alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum skrifað undir sem við verðum að uppfylla og það er frjálst flæði vinnuafls í Evrópu sem við höfum jafnframt samþykkt. Ráfar um stefnulaust En ég ætla ekki að eyða orkunni í þetta viðkvæma mál sem þarf svo sannarlega að ræða að teknu tilliti til þess að ef við höldum ekki rétt á spöðunum í þessum málaflokki sköpum við stéttaskiptingu og það leiðir af sér meiri skipulagða glæpi. Við þurfum ekki nema að horfa til Norðurlandanna til að sjá það. Ég ætla frekar að skrifa um það sem ég hef virkilegar áhyggjur af í dag, það eru ungmennin okkar hér á landi sem eru villuráfandi og stefnulaus í frumskógi kerfisins hvort heldur þau eru íslensk eða af erlendum uppruna, af fyrstu kynslóð eða af annarri sem hafa komið hingað til lands. Á þeim þrjátíu árum sem ég hef unnið á vettvangi ungra afbrotamanna og olnbogabarna samfélagsins þá er það nýtt að við mig séu að hafa samband áhyggjufullir foreldrar af því að ungmenni þeirra sé orðið flækt í heim skipulagðra glæpasamtaka og þau tengsl ná alveg niður til Suður-Ameríku og um alla Evrópu. Hvort heldur þau eru að flytja fíkniefni eða þvo peninga fyrir þessa glæpahringi, hér á landi eða annars staðar í Evrópu. Ekki trúum við því að þessi veruleiki gæti ekki gerst hér á landi og það sem meira er að það er kominn vísir að slíkri starfsemi hér í dag og hún nær langt út fyrir okkar aumu landamæri. Hvað er þá til ráða? Jú, herða landamæragæslu og styrkja stafrænu deild lögreglunnar, og styrkja tengsl við önnur lönd því skipulögð glæpasamtök virða engin landamæri. Hvað er það annað en skipulögð glæpastarfsemi þegar ungmenni hér á landi eru send til Evrópu í þeim eina tilgangi að bera fíkniefni yfir landamæri innan Evrópu og þvo peninga hérna innan lands sem eru svo sendir út í formi rafmyntar sem er nánast órekjanlegt? Jú, þetta kallast skipulögð glæpastarfsemi þegar þetta er komið á þetta stig og þarna er engin miskunn í boði eða skilningur. Við erum ekki að tala eingöngu um innflytjendur eða hælisleitendur heldur íslensk ungmenni sem eru orðin flækt inn í þennan heim og hvað ætlum við að gera í því? Sænska ástandið Þegar það er búið að veiða þau í net skipulagðra glæpasamtaka og þau eru komin á vald slíkra samtaka þá er ekkert sem heitir elsku mamma og við þurfum ekki nema að horfa til Svíþjóðar í því samhengi og vitna ég enn og aftur í ályktun formanna lögreglufélaga á Norðurlöndum og grein í Vísi með heitinu „Sænska ástandið“ orðið að norrænu. Ef við setjum þetta í íslenskt samhengi þá hefur ofbeldi verið að aukast til muna hér á landi innan ákveðins hóps. Ekki heldur fólk að það sé tilviljunin ein sem ræður því og það er ekki eingöngu hægt að kenna samfélagsmiðlum um. Er þá ekki um að gera að stofna fleiri ráð og nefndir með fólki sem er í engum tengslum við þennan veruleika eins og alltaf, í staðinn fyrir að leita til fólks sem hefur áratuga reynslu á gólfinu. Hnífaburður, skotárásir og jafnvel morð er orðinn íslenskur veruleiki hjá ungmennum. Það er heldur engin tilviljun. Vopnuðum útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði tólffalt á tíu ára tímabili. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Fæst voru útköll sérsveitarinnar árið 2014, eða 38 talsins. Þeim hefur fjölgað ört síðan og voru tólf sinnum fleiri í fyrra eða 461 talsins. Alls voru 2.141 vopnuð útköll á árunum 2013-2023. Þetta gerðist ekki út af engu! Aðferðin Ef við skoðum þau stóru fíkniefnamál sem hafa verið að koma upp síðustu ár þá hefur verið hægt að rekja mörg þeirra til Suður-Ameríku og er það engin tilviljun sem ræður því? Hvernig er farið að svo að, jú, þér er boðið gull og grænir skór með því að gefa þér kost á því að lifa hátt og hafa aðgang að nógu af fíkniefnum? Stefnulaust ungmenni sem hefur tapað og er ekki að sjá fram á bjarta framtíð. Ungmenni með takmarkaðan lesskilning sem á ekki mikla möguleika í vélvæðingu framtíðar og fellur auðveldlega fyrir slíku gylliboði. Þegar kemur að skuldadögum þá er jafnvel búin til skuld á þig sem þú átt að endurgreiða með því að bera fíkniefnin milli landamæra annars staðar í Evrópu til að greiða til baka þessa uppgerðu skuld og ef þú gerir það ekki áttu á hættu að vera beittur grófu ofbeldi. Það kemur að því að við förum að horfa upp á það að menn borgi með sínu lífi. Ef það er ekki hafið nú þegar, gleymum því ekki að það hafa verið að fara ungmenni alla leið niður til Suður-Ameríku og hafa setið inni í hættulegum fangelsum og hafa jafnvel þurft að verja sig með tálkaðan tannbursta að vopni eða hreinlega horfið þar og það hefur aldrei spurst til þeirra aftur! Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun