Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 10:46 Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd. Í greiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) má sjá að launamunur kynjanna er meiri á Íslandi en sem nemur meðaltali OECD ríkjanna allra. Þannig er Ísland í 25. sæti á lista yfir 38 lönd. Hér á landi er þó algengara að konur séu á vinnumarkaði en annars staðar sem endurspeglast í því að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú mesta á heimsvísu. Konur á íslenskum vinnumarkaði bera þó mun minna úr býtum en karlar. Árið 2023 voru atvinnutekjur karla á vinnumarkaði að meðaltali 757.000 kr. en kvenna aðeins 597.000 kr. Þetta þýðir að atvinnutekjur kvenna voru innan við 80% af atvinnutekjum karla. Kvennastörf eru vanmetin Ástæðurnar fyrir launamun kynjanna eru fjölmargar. Ein af þeim er sú að konur eru frekar í hlutastörfum og vinna þar með færri launaðar stundir en karlar því þær bera enn mun meiri ábyrgð á ólaunuðum störfum sem tengjast umönnun barna, ættingja og heimilis. Þetta sjáum við meðal annars á því að ef styttri launaður vinnutími kvenna er tekinn út fyrir sviga eru konur með um 91% af atvinnutekjum karla. Ef við tökum líka út þá staðreynd að konur vinna gjarnan í annars konar störfum en karlar (eða leiðréttan launamun kynjanna) þá eru konur með um 95% af atvinnutekjum karla. Þetta eru auðvitað bara reiknaðar og leiðréttar stærðir en ekki greidd laun. Raunverulega staðan er sú, eins og áður sagði, að karlar eru að meðaltali með ríflega 20% hærri atvinnutekjur en konur. Rannsókn Hagstofunnar frá 2021 sýnir að fyrir utan vinnutímann megi rekja launamun kynjanna fyrst og fremst til kynskipts vinnumarkaðar. Þetta hafa rannsóknir sýnt til margra ára og draga fram hvaða aðgerðir eru mikilvægastar til að útrýma launamun kynjanna. Þess vegna hefur BSRB lagt höfuðáherslu á endurmat á virði svokallaðra kvennastarfa. Fyrir tilstilli BSRB varð slík leiðrétting hluti af yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga vorið 2024. Eftir mikla undirbúningsvinnu á síðustu árum er nú að hefjast gerð virðismatskerfis sem er ætlað að draga fram raunverulegt verðmæti kvennastarfa fyrir samfélagið. Þetta eru störfin þar sem konur eru í miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Þessi störf sæta kerfisbundnu vanmati sem endurspeglast í lægri launum þeirra en sambærilegra stétta og ýtir undir launamun kynjanna. Barneignir hafa meiri áhrif á tekjur mæðra en feðra Barneignir hafa veruleg áhrif á fjárhag foreldra og mismunandi áhrif á tekjur kvenna og karla á fyrstu árum barns. Greining fjármálaráðuneytisins sýnir að hjá feðrum lækka ráðstöfunartekjur um 3-5% á fyrsta ári barns en ekkert eftir það. Hjá mæðrunum blasir allt önnur mynd við. Ráðstöfunartekjur þeirra lækka um 30-40% á fyrsta ári barns og á þriðja ári eru þær enn um 20% lægri en þær væru ef þær hefðu ekki eignast barn. Ástæðurnar eru auðvitað fjölmargar en við vitum að þrjár vega þar þyngst; ójöfn skipting foreldra á fæðingarorlofi, ójöfn skipting á því hver brúar bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og ójöfn skipting foreldra á umönnun barna í uppvexti þeirra. Í fyrsta lagi skipta foreldrar ekki jafnt með sér fæðingarorlofinu en algengast er að mæður taki þær sex vikur sem má flytja á milli foreldra. Mæður taka því lengra fæðingarorlof en feður og eru því með lægri tekjur en þær væru annars. Þannig var fæðingaorlof mæðra að jafnaði 82 dögum lengra en feðra árið 2021 og 92 dögum lengra árið 2022. Í öðru lagi eru það mæðurnar, frekar en feðurnir, sem taka sér launalaust leyfi eða minnka störf sín til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og þar til barnið fær leikskólapláss. Meirihluti barna á Íslandi fá ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur og á meðan eru mæðurnar launalausar eða með lágar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði ef þær dreifa orlofinu yfir lengri tíma. Í þriðja lagi eykst umönnunarþörf á heimilum við fæðingu barns sem mæður taka mun meiri ábyrgð á en feður og minnka mæðurnar því launaða vinnu sína. Þetta sjáum við m.a. í nýrri rannsókn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Þar kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Myndin er hins vegar allt önnur þegar litið er til barnafólks. Þá aukast líkurnar á að mæður séu í hlutastarfi, og enn meira eftir því sem börnum þeirra fjölgar, á meðan barneignir draga úr líkum á hlutastörfum karla. Rannsókn Vörðu sýnir einnig að mæður eru í miklu meira mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu en feður. Líkurnar á fjárhagslegu sjálfstæði kvenna minnka þegar þær fara í fæðingarorlof á meðan fæðingarorlof karla hefur engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis. Áhrifin af því að brúa bilið hafa langmestu áhrifin þar af því að skipting foreldra á umönnun barna í fæðingarorlofi hefur áhrif á hvernig verkaskiptingin á heimilinu er háttað til framtíðar. Af þessum sökum barðist BSRB fyrir því að skipting fæðingarorlofs milli foreldra yrði jöfn þegar orlofið var lengt í tólf mánuði en hafði því miður ekki erindi sem erfiði. Það er líka ástæðan fyrir því að BSRB leggur ríka áherslu á að lögfesta rétt á leikskólaplássi fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Ef næsta skref yrði að lengja fæðingarorlof myndi það, að öllu öðru óbreyttu, hafa enn verri áhrif á tekjur kvenna, launamun kynjanna og þar með möguleika kvenna á að vera fjárhagslega sjálfstæðar. Loforð um að farið yrði í þá vinnu að brúa bilið var líka hluti af yfirlýsingu stjórnvalda með kjarasamningum sem gerðir voru í vor og nýlega tók til starfa starfshópur um þetta verkefni. Brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla skiptir ekki bara lykilmáli fyrir þau sem standa í þessum sporum, nú um mundir, heldur okkur öll. Framtíðarkynslóðir eiga rétt á því að búa við jafnrétti kynjanna. Stelpur eiga ekki að þurfa að vera öðrum háðar, heldur eiga þær að geta staðið á eigin fótum. Þannig tryggjum við frelsi þeirra. Efnahagslegu sjálfstæði kvenna er ógnað Ævitekjur kvenna eru mun lægri en ævitekjur karla þrátt fyrir mjög mikla atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi. Helstu ástæðurnar eru launasetning kvennastarfa vegna kerfisbundins vanmats og að þær bera mun meiri ábyrgð á ólaunuðum störfum svo sem vegna barna, fjölskyldu og heimilis. Þetta veldur því að þær eru miklu síður efnahagslega sjálfstæðar en karlar. Það hefur margþætt áhrif á líf kvenna og þau alvarlegustu eru þegar konur geta ekki losnað úr ofbeldissamböndum þar sem fjárhagslegt sjálfstæði skortir. Sagan sýnir okkur að það gerist ekkert nema við séum með fólk við stjórnvölinn sem setur jafnrétti kynjanna í forgang. Allskonar lagaákvæði hafa verið í gildi um jafnrétti kynjanna í meira en hundrað ár – en það breytist ekkert nema gripið sé til aðgerða til að tryggja raunverulegt jafnrétti þegar kemur að launuðum sem ólaunuðum störfum kvenna. Mikilvægustu næstu skref í þá átt eru að halda áfram vinnunni við að endurmeta virði kvennastarfa og að lögfesta rétt barna til leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Ég hvet öll til að kynna sér vel stefnumál flokkanna og setja X við fjárhagslegt sjálfstæði kvenna í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd. Í greiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) má sjá að launamunur kynjanna er meiri á Íslandi en sem nemur meðaltali OECD ríkjanna allra. Þannig er Ísland í 25. sæti á lista yfir 38 lönd. Hér á landi er þó algengara að konur séu á vinnumarkaði en annars staðar sem endurspeglast í því að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú mesta á heimsvísu. Konur á íslenskum vinnumarkaði bera þó mun minna úr býtum en karlar. Árið 2023 voru atvinnutekjur karla á vinnumarkaði að meðaltali 757.000 kr. en kvenna aðeins 597.000 kr. Þetta þýðir að atvinnutekjur kvenna voru innan við 80% af atvinnutekjum karla. Kvennastörf eru vanmetin Ástæðurnar fyrir launamun kynjanna eru fjölmargar. Ein af þeim er sú að konur eru frekar í hlutastörfum og vinna þar með færri launaðar stundir en karlar því þær bera enn mun meiri ábyrgð á ólaunuðum störfum sem tengjast umönnun barna, ættingja og heimilis. Þetta sjáum við meðal annars á því að ef styttri launaður vinnutími kvenna er tekinn út fyrir sviga eru konur með um 91% af atvinnutekjum karla. Ef við tökum líka út þá staðreynd að konur vinna gjarnan í annars konar störfum en karlar (eða leiðréttan launamun kynjanna) þá eru konur með um 95% af atvinnutekjum karla. Þetta eru auðvitað bara reiknaðar og leiðréttar stærðir en ekki greidd laun. Raunverulega staðan er sú, eins og áður sagði, að karlar eru að meðaltali með ríflega 20% hærri atvinnutekjur en konur. Rannsókn Hagstofunnar frá 2021 sýnir að fyrir utan vinnutímann megi rekja launamun kynjanna fyrst og fremst til kynskipts vinnumarkaðar. Þetta hafa rannsóknir sýnt til margra ára og draga fram hvaða aðgerðir eru mikilvægastar til að útrýma launamun kynjanna. Þess vegna hefur BSRB lagt höfuðáherslu á endurmat á virði svokallaðra kvennastarfa. Fyrir tilstilli BSRB varð slík leiðrétting hluti af yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga vorið 2024. Eftir mikla undirbúningsvinnu á síðustu árum er nú að hefjast gerð virðismatskerfis sem er ætlað að draga fram raunverulegt verðmæti kvennastarfa fyrir samfélagið. Þetta eru störfin þar sem konur eru í miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Þessi störf sæta kerfisbundnu vanmati sem endurspeglast í lægri launum þeirra en sambærilegra stétta og ýtir undir launamun kynjanna. Barneignir hafa meiri áhrif á tekjur mæðra en feðra Barneignir hafa veruleg áhrif á fjárhag foreldra og mismunandi áhrif á tekjur kvenna og karla á fyrstu árum barns. Greining fjármálaráðuneytisins sýnir að hjá feðrum lækka ráðstöfunartekjur um 3-5% á fyrsta ári barns en ekkert eftir það. Hjá mæðrunum blasir allt önnur mynd við. Ráðstöfunartekjur þeirra lækka um 30-40% á fyrsta ári barns og á þriðja ári eru þær enn um 20% lægri en þær væru ef þær hefðu ekki eignast barn. Ástæðurnar eru auðvitað fjölmargar en við vitum að þrjár vega þar þyngst; ójöfn skipting foreldra á fæðingarorlofi, ójöfn skipting á því hver brúar bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og ójöfn skipting foreldra á umönnun barna í uppvexti þeirra. Í fyrsta lagi skipta foreldrar ekki jafnt með sér fæðingarorlofinu en algengast er að mæður taki þær sex vikur sem má flytja á milli foreldra. Mæður taka því lengra fæðingarorlof en feður og eru því með lægri tekjur en þær væru annars. Þannig var fæðingaorlof mæðra að jafnaði 82 dögum lengra en feðra árið 2021 og 92 dögum lengra árið 2022. Í öðru lagi eru það mæðurnar, frekar en feðurnir, sem taka sér launalaust leyfi eða minnka störf sín til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og þar til barnið fær leikskólapláss. Meirihluti barna á Íslandi fá ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur og á meðan eru mæðurnar launalausar eða með lágar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði ef þær dreifa orlofinu yfir lengri tíma. Í þriðja lagi eykst umönnunarþörf á heimilum við fæðingu barns sem mæður taka mun meiri ábyrgð á en feður og minnka mæðurnar því launaða vinnu sína. Þetta sjáum við m.a. í nýrri rannsókn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Þar kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Myndin er hins vegar allt önnur þegar litið er til barnafólks. Þá aukast líkurnar á að mæður séu í hlutastarfi, og enn meira eftir því sem börnum þeirra fjölgar, á meðan barneignir draga úr líkum á hlutastörfum karla. Rannsókn Vörðu sýnir einnig að mæður eru í miklu meira mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu en feður. Líkurnar á fjárhagslegu sjálfstæði kvenna minnka þegar þær fara í fæðingarorlof á meðan fæðingarorlof karla hefur engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis. Áhrifin af því að brúa bilið hafa langmestu áhrifin þar af því að skipting foreldra á umönnun barna í fæðingarorlofi hefur áhrif á hvernig verkaskiptingin á heimilinu er háttað til framtíðar. Af þessum sökum barðist BSRB fyrir því að skipting fæðingarorlofs milli foreldra yrði jöfn þegar orlofið var lengt í tólf mánuði en hafði því miður ekki erindi sem erfiði. Það er líka ástæðan fyrir því að BSRB leggur ríka áherslu á að lögfesta rétt á leikskólaplássi fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Ef næsta skref yrði að lengja fæðingarorlof myndi það, að öllu öðru óbreyttu, hafa enn verri áhrif á tekjur kvenna, launamun kynjanna og þar með möguleika kvenna á að vera fjárhagslega sjálfstæðar. Loforð um að farið yrði í þá vinnu að brúa bilið var líka hluti af yfirlýsingu stjórnvalda með kjarasamningum sem gerðir voru í vor og nýlega tók til starfa starfshópur um þetta verkefni. Brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla skiptir ekki bara lykilmáli fyrir þau sem standa í þessum sporum, nú um mundir, heldur okkur öll. Framtíðarkynslóðir eiga rétt á því að búa við jafnrétti kynjanna. Stelpur eiga ekki að þurfa að vera öðrum háðar, heldur eiga þær að geta staðið á eigin fótum. Þannig tryggjum við frelsi þeirra. Efnahagslegu sjálfstæði kvenna er ógnað Ævitekjur kvenna eru mun lægri en ævitekjur karla þrátt fyrir mjög mikla atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi. Helstu ástæðurnar eru launasetning kvennastarfa vegna kerfisbundins vanmats og að þær bera mun meiri ábyrgð á ólaunuðum störfum svo sem vegna barna, fjölskyldu og heimilis. Þetta veldur því að þær eru miklu síður efnahagslega sjálfstæðar en karlar. Það hefur margþætt áhrif á líf kvenna og þau alvarlegustu eru þegar konur geta ekki losnað úr ofbeldissamböndum þar sem fjárhagslegt sjálfstæði skortir. Sagan sýnir okkur að það gerist ekkert nema við séum með fólk við stjórnvölinn sem setur jafnrétti kynjanna í forgang. Allskonar lagaákvæði hafa verið í gildi um jafnrétti kynjanna í meira en hundrað ár – en það breytist ekkert nema gripið sé til aðgerða til að tryggja raunverulegt jafnrétti þegar kemur að launuðum sem ólaunuðum störfum kvenna. Mikilvægustu næstu skref í þá átt eru að halda áfram vinnunni við að endurmeta virði kvennastarfa og að lögfesta rétt barna til leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Ég hvet öll til að kynna sér vel stefnumál flokkanna og setja X við fjárhagslegt sjálfstæði kvenna í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er formaður BSRB.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun