Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2024 21:02 Byggjum traustan grunn.. Dæmisaga nr 2 úr daglegu lífi. Jonni sá fram á það að geta ekki keypt hús sem hentaði fjölskyldunni hans þannig að hann brá á það ráð að byggja sér sjálfur hús fyrir fjölskylduna. Hann var ekki lærður smiður þannig að honum þótti nú betra að ráða smið til verksins. Til að spara ákvað hann þó að ráða smiðinn aðeins í hlutastarf og vinna með honum. Jonnii heyrði í Pétri sem var til í að taka verkið að sér en þar sem þetta var stórt hús þá þyrfti tvo til að smíða og þar sem smiðir vaxa ekki á trjám þá sættist Pétur á að Jonni yrði með honum sem smiður nr. 2 án þess þó að vera menntaður til þess. Pétur gæti gefið honum leiðbeiningar áður en hann hætti á hádegi hvern dag. Jonni hefði jú haldið á hamri og nagla og smíðað slatta á smíðavöllum hér um árið þegar hann og aðrir 12 ára guttar í hverfinu smíðuðu hús á körfuboltavelli hverfisins þannig að hann taldi sig vera klár í hvers kyns verkefni. Hefjast nú aðgerðir og grafinn er hola fyrir grunninn. Þegar byrja á að gera mót fyrir grunninum veikist Pétur þannig að Jonni stendur einn eftir og verður hreinlega að hefjast handa því hann er kominn með íbúðina sína á sölu og það liggur á að koma húsinu upp. Jonni gerir eins vel og hann getur, græjar einhvern veginn steypumót og kallar til steypubíl. Bílsstjóri steypubílsins kemur þegar allt er klárt og kíkir á verkið um leið og hann gerir steypuna klára. Spyr svo Jonna hvort þetta sé örugglega komið hjá honum, það vanti nú sýnist honum eitt og annað svo sem járnabindingar og festingar á mótin. Jonni horfir yfir og segist ekki vera viss, enda ekki lærður húsasmiður, heldur er hann leigubílsstjóri og datt bara inn í þetta vegna vöntunar á smiðum. „Við verðum samt að láta reyna á þetta“ segir Jonni og steypan dælist ofan í mótin. Bílsstjórinn og Jonni sjá fljótlega að betur hefði mátt standa að málum. Grunnurinn verður nefnilega að vera góður til að hægt sé að byggja ofan á hann. Eftir frekar misheppnaða grunnvinnu kom Pétur aftur til vinnu og reyndi sitt besta til að byggja hús ofan á grunninn vitandi það að mygla gæti myndast í húsinu ef ekki yrði farið eftir teikningum. Húsið var auk þess skakkt vegna þess að grunnurinn var ekki eins og sá sem teiknaður hafði verið. Þetta var erfitt verkefni sem Pétur tókst á við en þar sem hann var yfirsmiður við húsið og bar ábyrgð á útkomunni þá varð hann að gera sitt besta. Pétur reyndi að sparsla yfir sprungur og mála yfir ryð en vissi að ef á reyndi þá myndi allt koma í ljós. Húsin við hliðina á húsi Jonna voru að rísa samhliða húsi Jonna og litu töluvert betur út. Þau voru hvorki skökk né reynt að bjarga einhverju fyrir horn, enda hafði lærður smiður unnið hvert verk í þeim húsum en ekki þurft að ráða til sín aðstoðarmenn sem lítið kunnu til verka en vildu samt vel. Jonni er ekki alveg ánægður, hann veit að hann þarf að ráða til sín iðnaðarmenn til að laga og betrumbæta ýmislegt sem miður fór því hann hafði ekki haft lærðan smið til að græja hlutina eða til að segja sér til. Ef hann ætlar að koma húsinu á þann stað sem hin húsin eru þarf hann að leggja mikið á sig. En hann veit að næst þá mun hann leggja áherslu á að fá menntaðan smið til liðs við sig, hvað sem það kostar. Sparnaðurinn við að hafa bara smið í hlutastarfi skilaði sér greinilega ekki því aukakostnaður sem hægt hefði verið að sleppa við var orðinn meiri en ef smiður hefði séð um bygginguna frá A- Ö. Þegar upp er staðið er lærdómurinn sá að grunnurinn þarf að vera traustur. Hann þarf að vera unninn af fagmönnum. Hann þarf að standa þegar byggt er ofan á hann. Hann þarf að standast skoðun. Fjárfestum í kennurum. Treystum þann grunn sem við búum börnum á Íslandi með menntuðum kennurum. Þegar grunnurinn er orðinn góður getum við farið að mæla okkur í samanburði við önnur lönd. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verður útkoman betri. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá batnar siðferði í landinu. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verðum við með samfélagsþegna sem standa við samninga sem þeir gera. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og situr í stjórn og samninganefnd FG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Byggjum traustan grunn.. Dæmisaga nr 2 úr daglegu lífi. Jonni sá fram á það að geta ekki keypt hús sem hentaði fjölskyldunni hans þannig að hann brá á það ráð að byggja sér sjálfur hús fyrir fjölskylduna. Hann var ekki lærður smiður þannig að honum þótti nú betra að ráða smið til verksins. Til að spara ákvað hann þó að ráða smiðinn aðeins í hlutastarf og vinna með honum. Jonnii heyrði í Pétri sem var til í að taka verkið að sér en þar sem þetta var stórt hús þá þyrfti tvo til að smíða og þar sem smiðir vaxa ekki á trjám þá sættist Pétur á að Jonni yrði með honum sem smiður nr. 2 án þess þó að vera menntaður til þess. Pétur gæti gefið honum leiðbeiningar áður en hann hætti á hádegi hvern dag. Jonni hefði jú haldið á hamri og nagla og smíðað slatta á smíðavöllum hér um árið þegar hann og aðrir 12 ára guttar í hverfinu smíðuðu hús á körfuboltavelli hverfisins þannig að hann taldi sig vera klár í hvers kyns verkefni. Hefjast nú aðgerðir og grafinn er hola fyrir grunninn. Þegar byrja á að gera mót fyrir grunninum veikist Pétur þannig að Jonni stendur einn eftir og verður hreinlega að hefjast handa því hann er kominn með íbúðina sína á sölu og það liggur á að koma húsinu upp. Jonni gerir eins vel og hann getur, græjar einhvern veginn steypumót og kallar til steypubíl. Bílsstjóri steypubílsins kemur þegar allt er klárt og kíkir á verkið um leið og hann gerir steypuna klára. Spyr svo Jonna hvort þetta sé örugglega komið hjá honum, það vanti nú sýnist honum eitt og annað svo sem járnabindingar og festingar á mótin. Jonni horfir yfir og segist ekki vera viss, enda ekki lærður húsasmiður, heldur er hann leigubílsstjóri og datt bara inn í þetta vegna vöntunar á smiðum. „Við verðum samt að láta reyna á þetta“ segir Jonni og steypan dælist ofan í mótin. Bílsstjórinn og Jonni sjá fljótlega að betur hefði mátt standa að málum. Grunnurinn verður nefnilega að vera góður til að hægt sé að byggja ofan á hann. Eftir frekar misheppnaða grunnvinnu kom Pétur aftur til vinnu og reyndi sitt besta til að byggja hús ofan á grunninn vitandi það að mygla gæti myndast í húsinu ef ekki yrði farið eftir teikningum. Húsið var auk þess skakkt vegna þess að grunnurinn var ekki eins og sá sem teiknaður hafði verið. Þetta var erfitt verkefni sem Pétur tókst á við en þar sem hann var yfirsmiður við húsið og bar ábyrgð á útkomunni þá varð hann að gera sitt besta. Pétur reyndi að sparsla yfir sprungur og mála yfir ryð en vissi að ef á reyndi þá myndi allt koma í ljós. Húsin við hliðina á húsi Jonna voru að rísa samhliða húsi Jonna og litu töluvert betur út. Þau voru hvorki skökk né reynt að bjarga einhverju fyrir horn, enda hafði lærður smiður unnið hvert verk í þeim húsum en ekki þurft að ráða til sín aðstoðarmenn sem lítið kunnu til verka en vildu samt vel. Jonni er ekki alveg ánægður, hann veit að hann þarf að ráða til sín iðnaðarmenn til að laga og betrumbæta ýmislegt sem miður fór því hann hafði ekki haft lærðan smið til að græja hlutina eða til að segja sér til. Ef hann ætlar að koma húsinu á þann stað sem hin húsin eru þarf hann að leggja mikið á sig. En hann veit að næst þá mun hann leggja áherslu á að fá menntaðan smið til liðs við sig, hvað sem það kostar. Sparnaðurinn við að hafa bara smið í hlutastarfi skilaði sér greinilega ekki því aukakostnaður sem hægt hefði verið að sleppa við var orðinn meiri en ef smiður hefði séð um bygginguna frá A- Ö. Þegar upp er staðið er lærdómurinn sá að grunnurinn þarf að vera traustur. Hann þarf að vera unninn af fagmönnum. Hann þarf að standa þegar byggt er ofan á hann. Hann þarf að standast skoðun. Fjárfestum í kennurum. Treystum þann grunn sem við búum börnum á Íslandi með menntuðum kennurum. Þegar grunnurinn er orðinn góður getum við farið að mæla okkur í samanburði við önnur lönd. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verður útkoman betri. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá batnar siðferði í landinu. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verðum við með samfélagsþegna sem standa við samninga sem þeir gera. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og situr í stjórn og samninganefnd FG
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar