Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:31 Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar