Skoðun

Lifað með reisn - Frá starfslokum til ævi­loka

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Stefna Miðflokksins í málefnum eldra fólks felst í tveim megið stefnum.

„Lifað með reisn“ byggir á

•atvinnuþáttöku eldra fólks á þeirra forsendum. Miðflokkurinn vill að ríkisstarfsmenn geti unnið til 73ja ára aldurs kjósi þeir það og geti.Flokkurinn hefur ítrekað lagt fram á Alþingi frumvörð varðandi það.

•Miðflokkurinn vill einnig tryggja atvinnuþátttöku eldra fólks á almennum markaði eftir því sem fólk kýs og hefur vilja til. Til greina kemur að hækka eftirlaunaaldur.

•Miðflokkurinn vill stórhækka frístekjumörk bæði hvað atvinnutekjur og fjármagnstekjur varðar. Flokkurinn hefur ítrekað lagt fram frumvörp þar að lútandi.

•Miðflokkurinn vill einfalda lög um eldri borgara og fella niður allar skerðingar á næstu fimm árum. Unnið verði að þessu markmiði í nánu samstarfi og samvinnu við samtök eldra fólks.

„Frá starfslokum til æviloka“ byggir á samhæfingu og samvinnu þeirra fjögurra aðila sem vinna að málefnum eldra fólks þ.e. Ríkis, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka og einkaaðila. Heilsugæslan mun leika lykilhlutverk innan stefnunnar með því að einstaklingsmiða þjónustu við hinn aldraða. Allt miðar að því að eldra fólk geti búið heima sem lengst. Því verður heimaþjónusta efld og samhæfð. Áhersla verði lögð á uppbyggingu þjónustuíbúða. Markvisst verði unnið að útrýmingu biðlista eftir aðgerðum s.s. augasteinaskiptum og liðskiptum. Efri árunum verði skipt í fimm ára tímabil: Frá 65 til 70 ára, frá 70 til 75 ára, 75 til 80 ára og svo framvegis allt til æviloka.Innan tímabilanna verði lögð höfuðáhersla á andlega og líkamlega virkni svo og forvarnir á fyrri tímabilunum en þegar líður á einnig á aukna þjónustu við hinn aldraða bæði heimaþjónustu og heimsóknir heilbrigðisstarfsfólks ekki sjaldnar en á átta vikna fresti. Þegar fjölþætt veikindi steðja að er lögð höfuðáhersla á samvinnu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem að verki koma til að tryggja samfellu í þjónustu við hinn aldraða.

Aldraðir tryggja lífsgæði sín best með því að setja X við M.

Það munar um Miðflokkinn.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×