Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt. Vísbendingar vísindanna Okkur berast misvísandi skilaboð um líðan og gengi íslenskra ungmenna. Ólæsir ungir karlar ráfi hér um göturnar og geti ekki lesið á umferðarskilti því skólakerfið hafi brugðist þeim. Að orkudrykkjaneysla og níkótínpúðar muni steypa æskunni í glötun. En svo koma líka jákvæð skilaboð frá vísindasamfélaginu. Ungmenni á Íslandi eru ánægð í skólanum og tengsl námsárangurs við félagslega stöðu eru minni en í öðrum löndum. Hér ríkir almennt meiri jöfnuður. En þó ein mæling gefi neikvæða niðurstöðu og önnur jákvæða verður að horfa á heildarmyndina og stækka fókusinn. Á heimsvísu eru vísbendingar um að börn og ungmenni upplifi aukna vanlíðan vegna skorts á félagslegum stuðningi frá fjölskyldum sínum og jafningjum og að þau eigi sífellt erfiðara með að takast á við kröfur í námi og sitt félagslega umhverfi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að stjórnvöld um allan heim verði að bæta og laga stuðningskerfi sín á öllum stigum samfélagsins og bendir á að brýnast sé að styðja lágtekjufjölskyldur því þeirra börn hafi það mun verra en önnur börn. Íslenska æskulýðsrannsóknin gefur okkur upplýsingar um stöðu íslenskra barna og nýjustu upplýsingar þaðan gefa til kynna að líðan barna á Íslandi hafi farið batnandi á undanförnum árum en sérstakan gaum þurfi þó að gefa félagslegri stöðu barna og styðja sérstaklega við ungar stúlkur sem sýna merki um andlega vanlíðan. Jöfnuður og ungmennahús Við í VG teljum mikilvægt að horft sé á staðreyndir málsins út frá því sem rannsóknirnar sýna: Menntakerfið er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og aukinn jöfnuður bætir líf. Með því að bjóða upp á gjaldfrjálsa skóla og styðja enn betur við íþrótta- og tómstundastarf er komið í veg fyrir stéttaskiptingu og efnahagur foreldra ekki látinn ráða framtíðarmöguleikum barna. Skólinn er ekki bara mikilvægur einn og sér, því jafnvægi milli félagslífs og skóla er líka grunnþáttur í því að stuðla að auknum jafningjastuðningi og bættri andlegri líðan ungmenna. Fara þarf í uppbyggingu á ungmennahúsum fyrir 16 til 25 ára og fella þau undir lögbundin hlutverk sveitarfélaga, þar sem ungmennum býðst vettvangur fyrir skipulagt félagsstarf undir leiðsögn fagaðila. Slík hús hafa mikið forvarnargildi og stuðla að aukinni farsæld barna. Þróunin hér á landi síðustu ár hefur verið á þá leið að sveitarfélög hafa frekar skorið niður heimildir til reksturs slíkra húsa og sýnir það vel hvernig forgangsröðun stjórnvalda getur verið þegar á hólminn er komið. Skólastarf á að vera gjaldfrjálst Ryðja þarf efnahagslegum hindrunum úr vegi sem koma í veg fyrir að börn getið tekið þátt í tómstundastarfi og félagslífi. Foreldrar lenda allt of oft í því að þurfa að greiða fyrir þátttöku barnanna sinna í skólastarfi, hvort sem það eru skólaferðalög eða annað óhefðbundið skólastarf. Börn einstæðra foreldra og innflytjenda eru hópur sem þarf að huga sérstaklega að, en það er ein versta fátæktargildra sem til er að vera einstætt foreldri eða innflytjandi. Allur þessi aukakostnaður í skólastarfi ýtir undir ójöfnuð og stéttaskiptingu og ætti að vera óheimill. Kennari og tómstundafræðingur ættu að vera eftirsóttustu titlar landsins og virðing samfélagsins og mikilvægi þeirra fyrir framtíðarkynslóðir ætti að endurspeglast í þeim launum sem þessum stéttum eru greidd. Kvenfrelsi og náttúruvernd eru líka málefni barna og ungmenna Þegar unnið er að bættum aðstæðum barna og ungmenna þurfa kynjasjónarmið að vera höfð að leiðarljósi. Þetta nefnir WHO sem mikilvægan þátt og með tilliti til niðurstaðna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar um slæma líðan ungra stúlkna er þetta augljóslega mikilvægt mál í íslenskum veruleika. Vinstri græn vilja berjast gegn upprisu hægri afla í samfélaginu sem vilja svipta konur og hinsegin fólk mannréttindum. Það sem hefur gerst í öðrum löndum getur gerst hér. Þessi sömu öfl afneita loftslagsbreytingum og spila með framtíð ungs fólks. Við megum ekki ræna náttúrugæðum og umhverfi frá börnunum okkar. Ungt fólk að borðinu Síðast en ekki síst telja Vinstri græn mikilvægt að í öllu því sem varðar börn og ungmenni sémikilvægt að þau hafi öfluga rödd sem heyrist og fái aukin völd yfir eigin lífi og ákvörðunum sem snerta þeirra líf. Við viljum færa kosningaaldur sveitarstjórnarkosninga úr 18 í 16 ár og efla þannig lýðræðisvitund og lýðræðisþátttöku ungs fólks í sínu nærumhverfi með öflugum hætti. Stjórnvöld þurfa að sýna í verki að þeim sé raunverulega annt um börn og ungmenni og það þarf að berjast gegn öflum* í samfélaginu sem vinna gegn velferð barna. *já, ég er að tala um kapítalismann. Höfundur er frá Ísafirði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt. Vísbendingar vísindanna Okkur berast misvísandi skilaboð um líðan og gengi íslenskra ungmenna. Ólæsir ungir karlar ráfi hér um göturnar og geti ekki lesið á umferðarskilti því skólakerfið hafi brugðist þeim. Að orkudrykkjaneysla og níkótínpúðar muni steypa æskunni í glötun. En svo koma líka jákvæð skilaboð frá vísindasamfélaginu. Ungmenni á Íslandi eru ánægð í skólanum og tengsl námsárangurs við félagslega stöðu eru minni en í öðrum löndum. Hér ríkir almennt meiri jöfnuður. En þó ein mæling gefi neikvæða niðurstöðu og önnur jákvæða verður að horfa á heildarmyndina og stækka fókusinn. Á heimsvísu eru vísbendingar um að börn og ungmenni upplifi aukna vanlíðan vegna skorts á félagslegum stuðningi frá fjölskyldum sínum og jafningjum og að þau eigi sífellt erfiðara með að takast á við kröfur í námi og sitt félagslega umhverfi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að stjórnvöld um allan heim verði að bæta og laga stuðningskerfi sín á öllum stigum samfélagsins og bendir á að brýnast sé að styðja lágtekjufjölskyldur því þeirra börn hafi það mun verra en önnur börn. Íslenska æskulýðsrannsóknin gefur okkur upplýsingar um stöðu íslenskra barna og nýjustu upplýsingar þaðan gefa til kynna að líðan barna á Íslandi hafi farið batnandi á undanförnum árum en sérstakan gaum þurfi þó að gefa félagslegri stöðu barna og styðja sérstaklega við ungar stúlkur sem sýna merki um andlega vanlíðan. Jöfnuður og ungmennahús Við í VG teljum mikilvægt að horft sé á staðreyndir málsins út frá því sem rannsóknirnar sýna: Menntakerfið er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og aukinn jöfnuður bætir líf. Með því að bjóða upp á gjaldfrjálsa skóla og styðja enn betur við íþrótta- og tómstundastarf er komið í veg fyrir stéttaskiptingu og efnahagur foreldra ekki látinn ráða framtíðarmöguleikum barna. Skólinn er ekki bara mikilvægur einn og sér, því jafnvægi milli félagslífs og skóla er líka grunnþáttur í því að stuðla að auknum jafningjastuðningi og bættri andlegri líðan ungmenna. Fara þarf í uppbyggingu á ungmennahúsum fyrir 16 til 25 ára og fella þau undir lögbundin hlutverk sveitarfélaga, þar sem ungmennum býðst vettvangur fyrir skipulagt félagsstarf undir leiðsögn fagaðila. Slík hús hafa mikið forvarnargildi og stuðla að aukinni farsæld barna. Þróunin hér á landi síðustu ár hefur verið á þá leið að sveitarfélög hafa frekar skorið niður heimildir til reksturs slíkra húsa og sýnir það vel hvernig forgangsröðun stjórnvalda getur verið þegar á hólminn er komið. Skólastarf á að vera gjaldfrjálst Ryðja þarf efnahagslegum hindrunum úr vegi sem koma í veg fyrir að börn getið tekið þátt í tómstundastarfi og félagslífi. Foreldrar lenda allt of oft í því að þurfa að greiða fyrir þátttöku barnanna sinna í skólastarfi, hvort sem það eru skólaferðalög eða annað óhefðbundið skólastarf. Börn einstæðra foreldra og innflytjenda eru hópur sem þarf að huga sérstaklega að, en það er ein versta fátæktargildra sem til er að vera einstætt foreldri eða innflytjandi. Allur þessi aukakostnaður í skólastarfi ýtir undir ójöfnuð og stéttaskiptingu og ætti að vera óheimill. Kennari og tómstundafræðingur ættu að vera eftirsóttustu titlar landsins og virðing samfélagsins og mikilvægi þeirra fyrir framtíðarkynslóðir ætti að endurspeglast í þeim launum sem þessum stéttum eru greidd. Kvenfrelsi og náttúruvernd eru líka málefni barna og ungmenna Þegar unnið er að bættum aðstæðum barna og ungmenna þurfa kynjasjónarmið að vera höfð að leiðarljósi. Þetta nefnir WHO sem mikilvægan þátt og með tilliti til niðurstaðna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar um slæma líðan ungra stúlkna er þetta augljóslega mikilvægt mál í íslenskum veruleika. Vinstri græn vilja berjast gegn upprisu hægri afla í samfélaginu sem vilja svipta konur og hinsegin fólk mannréttindum. Það sem hefur gerst í öðrum löndum getur gerst hér. Þessi sömu öfl afneita loftslagsbreytingum og spila með framtíð ungs fólks. Við megum ekki ræna náttúrugæðum og umhverfi frá börnunum okkar. Ungt fólk að borðinu Síðast en ekki síst telja Vinstri græn mikilvægt að í öllu því sem varðar börn og ungmenni sémikilvægt að þau hafi öfluga rödd sem heyrist og fái aukin völd yfir eigin lífi og ákvörðunum sem snerta þeirra líf. Við viljum færa kosningaaldur sveitarstjórnarkosninga úr 18 í 16 ár og efla þannig lýðræðisvitund og lýðræðisþátttöku ungs fólks í sínu nærumhverfi með öflugum hætti. Stjórnvöld þurfa að sýna í verki að þeim sé raunverulega annt um börn og ungmenni og það þarf að berjast gegn öflum* í samfélaginu sem vinna gegn velferð barna. *já, ég er að tala um kapítalismann. Höfundur er frá Ísafirði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar