Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2024 12:47 „Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
„Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar