Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson og Jóna Þórey Pétursdóttir skrifa 19. nóvember 2024 17:31 Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Meginmarkmið breytinganna, sem við höfum þegar lagt fram og mælt fyrir á Alþingi, er að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns, vernda betur heilsu móður og barns og taka sjálfsögð og nauðsynleg skref í þágu efnahagslegs jafnréttis. Hvað felst í nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar? Þetta eru átta mikilvægustu atriðin: 1. Engin skerðing á lægstu tekjum Fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun þanig einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. Afkoma millitekjufólks í fæðingarorlofi batnar jafnframt um tugi þúsunda á mánuði með þessari breytingu. 2. Viðmiðunartímabil færist nær fæðingardegi Fæðingarorlofsgreiðslur munu endurspegla betur raunverulegar tekjur foreldra. Miðað verður við tekjurnar sem foreldrar höfðu á tólf mánaða tímabili sem lýkur mánuði fyrir fæðingu barns í stað þess að viðmiðunartímabilið standi yfir í tólf mánuði sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. 3. Hækkanir eiga að taka til allra foreldra í fæðingarorlofi Hækkanir á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði munu ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi þegar hækkanirnar taka gildi í stað þess að miðað sé við fæðingardag barns líkt og áður hefur tíðkast. Þannig er hækkun greiðslna að jafnaði háttað í velferðarkerfinu og hið sama á að gilda um greiðslur til ungbarnafjölskyldna. Samfylkingin lagði þessa sjálfsögðu breytingu til á síðasta vorþingi samhliða hækkun fæðingarorlofsgreiðslna, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu tillögunni og er kerfisbundinni mismunun því enn viðhaldið hvað þetta varðar. 4. Launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu Konur munu öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar fæðingarorlofi eftir fæðingu. Slíkur réttur er þegar tryggður í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en á Íslandi er hefð fyrir því að konur gangi á veikindarétt sinn síðustu vikurnar. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. Meðgönguorlof er líka mikilvægt jafnréttismál, enda er það kynbundið misrétti að hinn almenni veikindaréttur sé frátekinn í meðgöngu fyrir konur sem þurfa stundum einnig að ganga á réttindi sín hjá sjúkrasjóði stéttarfélaga og jafnvel taka launalaust leyfi, allt með tilheyrandi tekjuskerðingu. 5. Lenging á fæðingarorlofi og meðgönguorlofi fjölburaforeldra Réttur foreldra til fæðingarorlofs mun aukast um sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt, en í dag eykst rétturinn aðeins um þrjá mánuði. Þá verður meðgönguorlof tveimur vikum lengra fyrir hvert barn umfram eitt. 6. Aukinn réttur foreldra sem veikjast á meðgöngu Réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu sem vara fram yfir fæðingu verður tryggður á sama hátt og veikindi vegna fæðingar barns. Í núverandi lagaumhverfi fellur réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu niður við fæðingu barns, sem er óeðlilegt í ljósi þess að oft vara veikindi áfram í nokkurn tíma eftir fæðingu. 7. Hærri fæðingarstyrkir Fæðingarstyrkur til fólks utan vinnumarkaðar hækkar úr 97.085 kr. í 200.000 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 222.494 kr. í 300.000 kr. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki munu námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk einnig fá styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 8. Vinnutímastytting foreldra Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri munu öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Samhliða breytingum á fæðingarorlofskerfinu leggur Samfylkingin áherslu á að réttur barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri verði lögfestur eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurkoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Þannig aukum við fyrirsjáanleika og sláum á fjárhagslegar áhyggjur foreldra vegna umönnunarbilsins. Hér má lesa frumvarp Samfylkingarinnar um nýtt fæðingarorlofskerfi í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við breytingarnar eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Til að hægt sé að lögfesta málið verður Samfylkingin að fá sterkt umboð í komandi Alþingiskosningum. Setjum x við s og hrindum þessum tillögum í framkvæmd! Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Meginmarkmið breytinganna, sem við höfum þegar lagt fram og mælt fyrir á Alþingi, er að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns, vernda betur heilsu móður og barns og taka sjálfsögð og nauðsynleg skref í þágu efnahagslegs jafnréttis. Hvað felst í nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar? Þetta eru átta mikilvægustu atriðin: 1. Engin skerðing á lægstu tekjum Fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun þanig einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. Afkoma millitekjufólks í fæðingarorlofi batnar jafnframt um tugi þúsunda á mánuði með þessari breytingu. 2. Viðmiðunartímabil færist nær fæðingardegi Fæðingarorlofsgreiðslur munu endurspegla betur raunverulegar tekjur foreldra. Miðað verður við tekjurnar sem foreldrar höfðu á tólf mánaða tímabili sem lýkur mánuði fyrir fæðingu barns í stað þess að viðmiðunartímabilið standi yfir í tólf mánuði sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. 3. Hækkanir eiga að taka til allra foreldra í fæðingarorlofi Hækkanir á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði munu ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi þegar hækkanirnar taka gildi í stað þess að miðað sé við fæðingardag barns líkt og áður hefur tíðkast. Þannig er hækkun greiðslna að jafnaði háttað í velferðarkerfinu og hið sama á að gilda um greiðslur til ungbarnafjölskyldna. Samfylkingin lagði þessa sjálfsögðu breytingu til á síðasta vorþingi samhliða hækkun fæðingarorlofsgreiðslna, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu tillögunni og er kerfisbundinni mismunun því enn viðhaldið hvað þetta varðar. 4. Launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu Konur munu öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar fæðingarorlofi eftir fæðingu. Slíkur réttur er þegar tryggður í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en á Íslandi er hefð fyrir því að konur gangi á veikindarétt sinn síðustu vikurnar. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. Meðgönguorlof er líka mikilvægt jafnréttismál, enda er það kynbundið misrétti að hinn almenni veikindaréttur sé frátekinn í meðgöngu fyrir konur sem þurfa stundum einnig að ganga á réttindi sín hjá sjúkrasjóði stéttarfélaga og jafnvel taka launalaust leyfi, allt með tilheyrandi tekjuskerðingu. 5. Lenging á fæðingarorlofi og meðgönguorlofi fjölburaforeldra Réttur foreldra til fæðingarorlofs mun aukast um sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt, en í dag eykst rétturinn aðeins um þrjá mánuði. Þá verður meðgönguorlof tveimur vikum lengra fyrir hvert barn umfram eitt. 6. Aukinn réttur foreldra sem veikjast á meðgöngu Réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu sem vara fram yfir fæðingu verður tryggður á sama hátt og veikindi vegna fæðingar barns. Í núverandi lagaumhverfi fellur réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu niður við fæðingu barns, sem er óeðlilegt í ljósi þess að oft vara veikindi áfram í nokkurn tíma eftir fæðingu. 7. Hærri fæðingarstyrkir Fæðingarstyrkur til fólks utan vinnumarkaðar hækkar úr 97.085 kr. í 200.000 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 222.494 kr. í 300.000 kr. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki munu námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk einnig fá styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 8. Vinnutímastytting foreldra Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri munu öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Samhliða breytingum á fæðingarorlofskerfinu leggur Samfylkingin áherslu á að réttur barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri verði lögfestur eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurkoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Þannig aukum við fyrirsjáanleika og sláum á fjárhagslegar áhyggjur foreldra vegna umönnunarbilsins. Hér má lesa frumvarp Samfylkingarinnar um nýtt fæðingarorlofskerfi í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við breytingarnar eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Til að hægt sé að lögfesta málið verður Samfylkingin að fá sterkt umboð í komandi Alþingiskosningum. Setjum x við s og hrindum þessum tillögum í framkvæmd! Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar