Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 21:54 Guðlaugur Victor Pálsson reynir að verjast Harry Wilson sem skoraði fjórða mark Wales í kvöld. Getty/David Davies Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Tapið þýðir að Ísland endar í 3. sæti riðils fjögur í B-deildinni, og spilar því í umspili í lok mars um að forðast fall niður í C-deild. Andstæðingurinn í umspilinu verður eitt þessara liða: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía, en dregið verður í umspilið á föstudaginn. Ísland byrjaði leikinn í kvöld frábærlega og komst yfir á áttundu mínútu, þegar Andri Lucas Guðjohnsen fylgdi vel á eftir skalla Orra Óskarssonar. En Íslendingar fengu svo þrjú kjaftshögg. Það fyrsta þegar Orri meiddist og varð að fara af velli, svo þegar Liam Cullen jafnaði metin með skalla á 32. mínútu, og loks þegar Cullen skoraði aftur rétt fyrir hálfleiksflautið, eftir skyndisókn í kjölfar slæmrar sendingar Valgeirs Lunddal Friðrikssonar á miðjunni. Seinni hálfleikur var galopinn til að byrja með og Ísland fékk svo sannarlega færi til að jafna metin, en í staðinn kom Tottenham-maðurinn Brennan Johnson Wales í 3-1 á 65. mínútu. Hann slapp aleinn gegn markverði eftir að Stefán Teitur Þórðarson missti boltann á miðjunni, og eftir að Valgeir féll við. Valgeir fékk gult spjald fyrir mótmæli enda taldi hann Johnson hafa brotið á sér. Harry Wilson bætti svo við fjórða marki Wales, tíu mínútum fyrir leikslok, með góðu skoti eftir að Sverrir Ingi Ingason og sóknarmaður Wales höfðu báðir fallið til jarðar í baráttu um boltann. Síðasti leikur Hareide? Mögulega var þetta síðasti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide, það ræðst á næstunni. Samningur hans er með riftunarákvæði sem bæði hann og KSÍ geta nú nýtt sér. Niðurstaðan í kvöld gæti ráðið úrslitum og yrði kannski allt önnur ef Ísland væri á leið í A-umspil, eins og útlit var fyrir í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið var svipað og gegn Svartfjallalandi, nema hvað Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tækifæri í byrjunarliðinu á kostnað Stefáns Teits Þórðarsonar, auk þess sem Alfons Sampsted og Guðlaugur Victor Pálsson komu inn vegna leikbanns Loga Tómassonar og meiðsla Arons Einars Gunnarssonar. Algjört áfall að missa Orra Það var nægur kraftur í liðinu til að byrja með og Andri Lucas gerði vel í að koma Íslandi yfir með sínu áttunda landsliðsmarki. Með hann og Orra innanborðs ætti Ísland að geta skorað nóg af mörkum á næstu árum. Það stoðar hins vegar lítið ef að Hákon Rafn, sem var öflugur í markinu sem fyrr og ekki sakaður um tapið, þarf að sækja boltann fjórum sinnum í netið. Valgeir Lunddal Friðriksson í baráttunni við David James, leikmann Leeds. Valgeir átti erfitt uppdráttar í kvöld.Getty/David Davies Það var algjört áfall að missa Orra út, og hjálpaði velska liðinu eflaust mikið að losna við ógnina frá honum. Mikael Egill Ellertsson er allt öðruvísi leikmaður að eiga við. Ísland skapaði fá færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og í staðinn kom Cullen Wales yfir með mörkunum tveimur. Það seinna skrifast að stórum hluta á fyrrnefnda sendingu Valgeirs og það verður ekki ítrekað nógu oft að í þessum landsliðsbolta er einfaldlega ekkert svigrúm fyrir svona mistök. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt áttunda landsliðsmark í kvöld en það dugði skammt.Getty/David Davies Galopið í upphafi seinni hálfleiks Íslenska liðið vissi að það þyrfti sigur og því þurfti liðið tvö mörk í seinni hálfleiknum. Hann var líka galopinn til að byrja með og Jón Dagur Þorsteinsson komst í tvö dauðafæri til að jafna metin. Þau nýttust ekki og í staðinn fór Brennan Johnson langt með að gera út um leikinn á 65. mínútu. Hann hlýtur reyndar hreinlega að hafa ýtt í bak Valgeirs sem féll í jörðina, og þannig komst Johnson aleinn gegn Hákoni og skoraði. Ekkert var þó dæmt. Jón Dagur Þorsteinsson og Neco Williams í baráttunni í Cardiff.Getty/Dan Istitene Eftir þetta mark átti Ísland engin svör og Wales skoraði fjórða markið sitt áður en yfir lauk. Hætta á falli niður í C-deild Hrikalega svekkjandi niðurstaða og eins og í öllum leikjum í þessari keppni þá átti Ísland mjög góðan kafla, en líka slæma kafla og skelfilega dýrkeypt mistök. Það er ekkert spennandi við það að þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum í B-deild, við lið úr C-deild, og verði mótherjinn þar sterkt lið eins og Slóvakía er stórhætta á að Ísland sé á leið niður í C-deild. Ekki síst vegna þess að liðið er heimilislaust og þarf að spila heimaleik sinn erlendis í umspilinu í mars, mögulega undir stjórn nýs þjálfara. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta
Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Tapið þýðir að Ísland endar í 3. sæti riðils fjögur í B-deildinni, og spilar því í umspili í lok mars um að forðast fall niður í C-deild. Andstæðingurinn í umspilinu verður eitt þessara liða: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía, en dregið verður í umspilið á föstudaginn. Ísland byrjaði leikinn í kvöld frábærlega og komst yfir á áttundu mínútu, þegar Andri Lucas Guðjohnsen fylgdi vel á eftir skalla Orra Óskarssonar. En Íslendingar fengu svo þrjú kjaftshögg. Það fyrsta þegar Orri meiddist og varð að fara af velli, svo þegar Liam Cullen jafnaði metin með skalla á 32. mínútu, og loks þegar Cullen skoraði aftur rétt fyrir hálfleiksflautið, eftir skyndisókn í kjölfar slæmrar sendingar Valgeirs Lunddal Friðrikssonar á miðjunni. Seinni hálfleikur var galopinn til að byrja með og Ísland fékk svo sannarlega færi til að jafna metin, en í staðinn kom Tottenham-maðurinn Brennan Johnson Wales í 3-1 á 65. mínútu. Hann slapp aleinn gegn markverði eftir að Stefán Teitur Þórðarson missti boltann á miðjunni, og eftir að Valgeir féll við. Valgeir fékk gult spjald fyrir mótmæli enda taldi hann Johnson hafa brotið á sér. Harry Wilson bætti svo við fjórða marki Wales, tíu mínútum fyrir leikslok, með góðu skoti eftir að Sverrir Ingi Ingason og sóknarmaður Wales höfðu báðir fallið til jarðar í baráttu um boltann. Síðasti leikur Hareide? Mögulega var þetta síðasti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide, það ræðst á næstunni. Samningur hans er með riftunarákvæði sem bæði hann og KSÍ geta nú nýtt sér. Niðurstaðan í kvöld gæti ráðið úrslitum og yrði kannski allt önnur ef Ísland væri á leið í A-umspil, eins og útlit var fyrir í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið var svipað og gegn Svartfjallalandi, nema hvað Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tækifæri í byrjunarliðinu á kostnað Stefáns Teits Þórðarsonar, auk þess sem Alfons Sampsted og Guðlaugur Victor Pálsson komu inn vegna leikbanns Loga Tómassonar og meiðsla Arons Einars Gunnarssonar. Algjört áfall að missa Orra Það var nægur kraftur í liðinu til að byrja með og Andri Lucas gerði vel í að koma Íslandi yfir með sínu áttunda landsliðsmarki. Með hann og Orra innanborðs ætti Ísland að geta skorað nóg af mörkum á næstu árum. Það stoðar hins vegar lítið ef að Hákon Rafn, sem var öflugur í markinu sem fyrr og ekki sakaður um tapið, þarf að sækja boltann fjórum sinnum í netið. Valgeir Lunddal Friðriksson í baráttunni við David James, leikmann Leeds. Valgeir átti erfitt uppdráttar í kvöld.Getty/David Davies Það var algjört áfall að missa Orra út, og hjálpaði velska liðinu eflaust mikið að losna við ógnina frá honum. Mikael Egill Ellertsson er allt öðruvísi leikmaður að eiga við. Ísland skapaði fá færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og í staðinn kom Cullen Wales yfir með mörkunum tveimur. Það seinna skrifast að stórum hluta á fyrrnefnda sendingu Valgeirs og það verður ekki ítrekað nógu oft að í þessum landsliðsbolta er einfaldlega ekkert svigrúm fyrir svona mistök. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt áttunda landsliðsmark í kvöld en það dugði skammt.Getty/David Davies Galopið í upphafi seinni hálfleiks Íslenska liðið vissi að það þyrfti sigur og því þurfti liðið tvö mörk í seinni hálfleiknum. Hann var líka galopinn til að byrja með og Jón Dagur Þorsteinsson komst í tvö dauðafæri til að jafna metin. Þau nýttust ekki og í staðinn fór Brennan Johnson langt með að gera út um leikinn á 65. mínútu. Hann hlýtur reyndar hreinlega að hafa ýtt í bak Valgeirs sem féll í jörðina, og þannig komst Johnson aleinn gegn Hákoni og skoraði. Ekkert var þó dæmt. Jón Dagur Þorsteinsson og Neco Williams í baráttunni í Cardiff.Getty/Dan Istitene Eftir þetta mark átti Ísland engin svör og Wales skoraði fjórða markið sitt áður en yfir lauk. Hætta á falli niður í C-deild Hrikalega svekkjandi niðurstaða og eins og í öllum leikjum í þessari keppni þá átti Ísland mjög góðan kafla, en líka slæma kafla og skelfilega dýrkeypt mistök. Það er ekkert spennandi við það að þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum í B-deild, við lið úr C-deild, og verði mótherjinn þar sterkt lið eins og Slóvakía er stórhætta á að Ísland sé á leið niður í C-deild. Ekki síst vegna þess að liðið er heimilislaust og þarf að spila heimaleik sinn erlendis í umspilinu í mars, mögulega undir stjórn nýs þjálfara.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti