Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Enda án stiga á botni riðilsins

Landslið drengja 19 ára og yngri í knattspyrnu endar án stiga í milliriðli fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer síðar á þessu ári. Liðið tapaði í dag með minnsta mun fyrir heimamönnum í Ungaverjalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm lið komin á HM: Svona er dag­skráin hjá Ís­landi

Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla ekki að standa hérna og af­saka neitt“

„Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Horfi enn þá mjög já­kvæður á fram­haldið“

„Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun: Ís­land - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex breytingar á byrjunar­liðinu

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Tveir Skagamenn sem spila vanalega á miðjunni eru í vörninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvær ó­líkar í­þróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“

„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hlökkum til að sjá alla Ís­lendingana“

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin

Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekktur með sitt hlut­skipti en gengur í takt með hópnum

Stefán Teitur Þórðar­son var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Ís­lands gegn Kó­sovó í um­spili fyrir sæti í B-deildar Þjóða­deildarinnar í fót­bolta líkt og hver einasti leik­maður í lands­liðinu hefði verið. Hann metur mögu­leikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að sam­staða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“

Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu.

Fótbolti