Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:31 Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun