Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:45 Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun