Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:47 Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun