Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 15:31 Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun