Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar 14. nóvember 2024 14:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar