Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:01 Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun