Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 14. nóvember 2024 10:31 Í von um atkvæði landsmanna, lofa nú fulltrúar flokka og framboða gulli og grænum skógum. Það virðist vera mörgum frambjóðendum auðveldara að lofa að gera eitthvað á þinn kostnað, frekar en að takast á við hin raunverulega vanda. Staðreyndin er sú að mikilvægasta loforð sem við frambjóðendur getum gefið ykkur kæru kjósendur, er að fara vel með það sem okkur er trúað fyrir. Það er vitaskuld auðveldara og skemmtilegra að lofa nýjum framkvæmdum og nýjum verkefnum, frekar en að sinna viðhaldi og borga skuldir. Frambjóðendur verða samt að sýna það hugrekki að tala um óþægilegu hlutina líka. Það er lágmarks kurteisi við þá sem við tölum við. Það verður að ræða bleika fílinn í herberginu, skuldastöðuríkissjóðsog þann miklar útgjaldalið sem vextirnir eru. Það verður að ná jafnvægi í ríkisfjármálum til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Fulltrúar fyrrum ríkisstjórnar sem eru að skil af sér heilbrigðis- og menntakerfi sem eru vanfjármögnuð, innviðum sem margir hverjir eru löngu sprungnir. Svo má ekki gleyma að skattbyrðiá vinnandi fólk er með því hæsta, skattur sem er ekki að skila fjármagni til þess að bæta þjónusta og innviði landsins. Verðbólga og vextir í hæstu hæðum. Það er ekki lausn að hækka skatta á vinnandi fólk Til þessa bæta svo ofan á þetta allt saman þá munu skattar lögaðila hækka um 1% á næsta ár, í boði fyrrumríkisstjórn. Hvernig er það hægt, að finnast í lagi að leggja þessa endalausu fjárhagsábyrgð á vinnandi fólk og fyrirtæki, fólkið í landinu sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn er með raunsæja stefnu, við erum ekki að kasta út innantómum loftköstulum íkosningaloforð! Það að vera með yfirlýsingar í sjónvarpi, á pallborði eða fundum um milljónir og jafnvel milljarða í hin eða þessi málefni er óábyrgt. Þeir sem kasta fram þessum loforðum, eru ekki þeir sem borga fyrir þau á endanum. Loforðin eru fjármögnuð af almannafé. Við megum ekki leyfa okkur að stökkva á fyrsta kosningaloforðið því það hljómar svo vel. Það skiptir máli fyrir framtíðina okkar að fjárfesta atkvæðinu okkar í rétt mál. Viðreisn hefur frá upphafi, talað með ábyrgum hætti. Orð og verk Viðreisnar sýna að við erum klár í þau verkefni sem brýnust eru. Fólk vill breytingar. Verkefnið er skýrt. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í SV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í von um atkvæði landsmanna, lofa nú fulltrúar flokka og framboða gulli og grænum skógum. Það virðist vera mörgum frambjóðendum auðveldara að lofa að gera eitthvað á þinn kostnað, frekar en að takast á við hin raunverulega vanda. Staðreyndin er sú að mikilvægasta loforð sem við frambjóðendur getum gefið ykkur kæru kjósendur, er að fara vel með það sem okkur er trúað fyrir. Það er vitaskuld auðveldara og skemmtilegra að lofa nýjum framkvæmdum og nýjum verkefnum, frekar en að sinna viðhaldi og borga skuldir. Frambjóðendur verða samt að sýna það hugrekki að tala um óþægilegu hlutina líka. Það er lágmarks kurteisi við þá sem við tölum við. Það verður að ræða bleika fílinn í herberginu, skuldastöðuríkissjóðsog þann miklar útgjaldalið sem vextirnir eru. Það verður að ná jafnvægi í ríkisfjármálum til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Fulltrúar fyrrum ríkisstjórnar sem eru að skil af sér heilbrigðis- og menntakerfi sem eru vanfjármögnuð, innviðum sem margir hverjir eru löngu sprungnir. Svo má ekki gleyma að skattbyrðiá vinnandi fólk er með því hæsta, skattur sem er ekki að skila fjármagni til þess að bæta þjónusta og innviði landsins. Verðbólga og vextir í hæstu hæðum. Það er ekki lausn að hækka skatta á vinnandi fólk Til þessa bæta svo ofan á þetta allt saman þá munu skattar lögaðila hækka um 1% á næsta ár, í boði fyrrumríkisstjórn. Hvernig er það hægt, að finnast í lagi að leggja þessa endalausu fjárhagsábyrgð á vinnandi fólk og fyrirtæki, fólkið í landinu sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn er með raunsæja stefnu, við erum ekki að kasta út innantómum loftköstulum íkosningaloforð! Það að vera með yfirlýsingar í sjónvarpi, á pallborði eða fundum um milljónir og jafnvel milljarða í hin eða þessi málefni er óábyrgt. Þeir sem kasta fram þessum loforðum, eru ekki þeir sem borga fyrir þau á endanum. Loforðin eru fjármögnuð af almannafé. Við megum ekki leyfa okkur að stökkva á fyrsta kosningaloforðið því það hljómar svo vel. Það skiptir máli fyrir framtíðina okkar að fjárfesta atkvæðinu okkar í rétt mál. Viðreisn hefur frá upphafi, talað með ábyrgum hætti. Orð og verk Viðreisnar sýna að við erum klár í þau verkefni sem brýnust eru. Fólk vill breytingar. Verkefnið er skýrt. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í SV kjördæmi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar