Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 09:31 Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Sjávarútvegurinn er 4% en menning og skapandi greinar fylgja þar fast á eftir með 3,5% af landsframleiðslu miðað við tölur árið 2022. Þessar staðreyndir kunna að koma einhverjum á óvart, en í ljósi þeirra er hægt að fullyrða að menning og skapandi greinar eru ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Margslungin atvinnugrein með gildi í sjálfri sér Menning og skapandi greinar hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér. Menning er grundvallarþáttur í tilveru manneskjunnar, alltumlykjandi og órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar allra. Menningin er sameiningarafl í samfélögum og stuðlar að aukinni hamingju og velferð fólks og alveg sérstaklega ef unnið er á markvissan hátt með krafta hennar. Þetta vitum við. En það sem við vissum ekki fyrr en Ágúst tók saman hagræn gögn í fyrrnefndri skýrslu er til að mynda sú staðreynd að fyrir hverja opinbera krónu sem fjárfest er í greininni verða til þrjár krónur í hagkerfinu. Önnur sturluð staðreynd: Skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum eru svipað háar og ríkisframlög í þessar greinar. Vissu þið líka að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum? Það er næstum þrisvar sinnum fleiri en starfa á stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum. Fulla ferð áfram Það er alveg skýrt að Samfylkingin vill tryggja áfram opinberan stuðning við menningu og skapandi greinar. Þær verða í lykilhlutverki í efnahagslífi Íslands og heimshagkerfinu öllu á næstu áratugum og mikilvægt að búa í haginn fyrir framtíðina með því að styrkja stöðu okkar á þessu sviði enn frekar. Stuðningurinn skiptir miklu máli og skilar samfélaginu dýrmætum efnahagslegum, menningarlegum og samfélagslegum ávinningi. Stór skref hafa verið stigin undanfarin ár, eins og með stofnun Tónlistarmiðstöðvar, Sviðslistamiðstöðvar, Rannsóknaseturs skapandi greina, ýmiskonar stefnumótunarvinnu, fjölgun listamannalauna og baráttu fyrir tilvist tungumálsins okkar í heimi gervigreindar svo dæmi séu nefnd. Byggja þarf á þessari góðu vinnu. Það er áríðandi að Listaháskóli Íslands komist inn í framtíðarhúsnæði sem samræmist þörfum og kröfum skólans. Hann þarf að komast undir eitt þak í eitt skipti fyrir öll en Listaháskólinn hefur verið á hrakhólum í áratugi, sem er óásættanlegt hjá menningarþjóð eins og Íslandi. Einnig þarf að klára málin varðandi Þjóðaróperu. Kvikmyndasjóð þarf að styrkja aftur og tryggja fyrirsjáanleika í sjóðum almennt. Síðustu ár hefur stuðningur við nýsköpun verið efldur í gegnum endurgreiðslukerfi og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og endurskoða og þróa endurgreiðslukerfi annarra skapandi greina samhliða. Þá er nauðsynlegt að leggja rækt við grasrót menningarlífs með því að huga sérstaklega að rýmum til listsköpunar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og ekki síður á landsbyggðinni. Vinnum með samfélagslegar áskoranir í gegnum menningu Samfylkingin leggur ríka áherslu á að auka aðgengi allra að listnámi og þátttöku í menningarstarfi, jafna tækifæri barna og ungmenna sem og fólks úr jaðarsettum hópum. Þá er hægt að nýta menningu og skapandi greinar betur með markvissum hætti til að vinna með þær samfélagslegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Nýta þær sem tæki til að vinna að aukinni vellíðan og hamingju fólks með því að búa til jarðveg sem getur ræktað tengsl á milli einstaklinga og stuðlað að því að fólk upplifi að það tilheyri samfélagi. Í þessu samhengi er hægt að horfa til unga fólksins okkar, eldri borgara, fólks með geðrænan vanda og nýbúa í landinu. Skapandi greinum fylgja ört vaxandi útflutningstekjur, íslenskt menningarlíf er annað helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu í landinu og allar atvinnugreinar reiða sig í einhverjum mæli á framlag listafólks eða skapandi greina í víðara samhengi. Það eru fjölmörg sóknarfæri í menningu og skapandi greinum og margar góðar tillögur í fyrrnefndri skýrslu þess efnis sem horfa þarf til við frekari vinnu, í góðu samstarfi við greinina. Við erum stolt af því að eiga fjölda fulltrúa á sviði menningar, lista og skapandi greina sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Byggðamál Menning Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Sjávarútvegurinn er 4% en menning og skapandi greinar fylgja þar fast á eftir með 3,5% af landsframleiðslu miðað við tölur árið 2022. Þessar staðreyndir kunna að koma einhverjum á óvart, en í ljósi þeirra er hægt að fullyrða að menning og skapandi greinar eru ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Margslungin atvinnugrein með gildi í sjálfri sér Menning og skapandi greinar hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér. Menning er grundvallarþáttur í tilveru manneskjunnar, alltumlykjandi og órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar allra. Menningin er sameiningarafl í samfélögum og stuðlar að aukinni hamingju og velferð fólks og alveg sérstaklega ef unnið er á markvissan hátt með krafta hennar. Þetta vitum við. En það sem við vissum ekki fyrr en Ágúst tók saman hagræn gögn í fyrrnefndri skýrslu er til að mynda sú staðreynd að fyrir hverja opinbera krónu sem fjárfest er í greininni verða til þrjár krónur í hagkerfinu. Önnur sturluð staðreynd: Skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum eru svipað háar og ríkisframlög í þessar greinar. Vissu þið líka að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum? Það er næstum þrisvar sinnum fleiri en starfa á stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum. Fulla ferð áfram Það er alveg skýrt að Samfylkingin vill tryggja áfram opinberan stuðning við menningu og skapandi greinar. Þær verða í lykilhlutverki í efnahagslífi Íslands og heimshagkerfinu öllu á næstu áratugum og mikilvægt að búa í haginn fyrir framtíðina með því að styrkja stöðu okkar á þessu sviði enn frekar. Stuðningurinn skiptir miklu máli og skilar samfélaginu dýrmætum efnahagslegum, menningarlegum og samfélagslegum ávinningi. Stór skref hafa verið stigin undanfarin ár, eins og með stofnun Tónlistarmiðstöðvar, Sviðslistamiðstöðvar, Rannsóknaseturs skapandi greina, ýmiskonar stefnumótunarvinnu, fjölgun listamannalauna og baráttu fyrir tilvist tungumálsins okkar í heimi gervigreindar svo dæmi séu nefnd. Byggja þarf á þessari góðu vinnu. Það er áríðandi að Listaháskóli Íslands komist inn í framtíðarhúsnæði sem samræmist þörfum og kröfum skólans. Hann þarf að komast undir eitt þak í eitt skipti fyrir öll en Listaháskólinn hefur verið á hrakhólum í áratugi, sem er óásættanlegt hjá menningarþjóð eins og Íslandi. Einnig þarf að klára málin varðandi Þjóðaróperu. Kvikmyndasjóð þarf að styrkja aftur og tryggja fyrirsjáanleika í sjóðum almennt. Síðustu ár hefur stuðningur við nýsköpun verið efldur í gegnum endurgreiðslukerfi og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og endurskoða og þróa endurgreiðslukerfi annarra skapandi greina samhliða. Þá er nauðsynlegt að leggja rækt við grasrót menningarlífs með því að huga sérstaklega að rýmum til listsköpunar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og ekki síður á landsbyggðinni. Vinnum með samfélagslegar áskoranir í gegnum menningu Samfylkingin leggur ríka áherslu á að auka aðgengi allra að listnámi og þátttöku í menningarstarfi, jafna tækifæri barna og ungmenna sem og fólks úr jaðarsettum hópum. Þá er hægt að nýta menningu og skapandi greinar betur með markvissum hætti til að vinna með þær samfélagslegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Nýta þær sem tæki til að vinna að aukinni vellíðan og hamingju fólks með því að búa til jarðveg sem getur ræktað tengsl á milli einstaklinga og stuðlað að því að fólk upplifi að það tilheyri samfélagi. Í þessu samhengi er hægt að horfa til unga fólksins okkar, eldri borgara, fólks með geðrænan vanda og nýbúa í landinu. Skapandi greinum fylgja ört vaxandi útflutningstekjur, íslenskt menningarlíf er annað helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu í landinu og allar atvinnugreinar reiða sig í einhverjum mæli á framlag listafólks eða skapandi greina í víðara samhengi. Það eru fjölmörg sóknarfæri í menningu og skapandi greinum og margar góðar tillögur í fyrrnefndri skýrslu þess efnis sem horfa þarf til við frekari vinnu, í góðu samstarfi við greinina. Við erum stolt af því að eiga fjölda fulltrúa á sviði menningar, lista og skapandi greina sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun