Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar 14. nóvember 2024 07:33 Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Umhverfismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar