Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar 14. nóvember 2024 07:33 Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Umhverfismál Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun