Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar 13. nóvember 2024 12:45 Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun